Ekki tímabært að bólusetja skólabörn

Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir telja ekki tímabært að bólusetja öll börn …
Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir telja ekki tímabært að bólusetja öll börn á skólaskyldualdri gegn inflúensu. AFP

Ekki er talið tímabært að öll börn á skólasyldualdri verði bólusett gegn inflúensu, en þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins.

Spurt var um þjóðhagslega hagkvæmni þess að veita öllum börnum á skólaskyldualdri á Íslandi bólusetningu gegn inflúensu með nefúða. Í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, kemur fram að Velferðarráðuneytið hafi óskað eftir afstöðu sóttvarnalæknis. Sóttvarnarlæknir telur ekki tímabært að hefja slíkar bólusetningar vegna óvissu um ávinning bólusetninga hjá þessum aldurshóp.

Í svari ráðherrans að þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining á bólusetningu allra barna á skólaskyldualdri, sé ómögulegt að segja til um þjóðhagslega hagkvæmni þess. Þá kemur einnig fram að allir sem skilgreindir eru í áhættuhóp geta fengið bólusetningu að kostnaðarlausu og telur ráðherrann fyrirkomulag bólusetninga gott og tekur undir með afstöðu sóttvarnalækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert