Fíklum með lifrarbólgu C fækkar mikið

Árangurinn af verkefninu endurspeglast meðal annars í mikilli fækkun sjúklinga ...
Árangurinn af verkefninu endurspeglast meðal annars í mikilli fækkun sjúklinga með lifrarbólgusmit, sem koma inn á Vog. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dregið hefur snarlega úr virkri lifrarbólgu meðal sprautufíkla sem komið hafa inn á Vog síðustu tvö árin, eftir að farið var af stað í átaksverkefni með það að markmiði að útrýma lifrarbólgu C hér á landi. Árangurinn af íslenska lifrarbólgu C verkefninu (Trap HepC) hefur vakið heimsathygli í alþjóða fræðasamfélaginu, en á fyrstu 15 mánuðum verkefnisins dróst tíðni sjúkdómsins meðal sprautufíkla á Vogi saman um 72 prósent, eða úr 43 prósentum niður í 12 prósent.

Einnig má sjá verulega fækkun á nýju smiti, eða nýgengi, meðal einstaklinga á Vogi, eða 53% lækkun milli áranna 2015 og 2017, þrátt fyrir að fjöldi nýrra einstaklinga í hópi þeirra sem sprauta sig sé meiri.

Íslenska lifrarbólgu C verkefnið er átaksverkefni sem formlega var hrint af stað í janúar árið 2016, en ábyrgðarmaður þess er Sigurður Ólafsson, meltingarsérfræðingur á Landspítalanum. Að verkefninu standa Landspítalinn, embætti landlæknis og Sjúkrahúsið Vogur.

Á fyrstu 15 mánuðum verkefnisins voru 554 einstaklingar greindir með með lifrarbólgu C og í kjölfarið hófu 518 þeirra lyfjameðferð. 473 hafa nú lokið meðferð, en 96 prósent þeirra báru ekki lengur veiruna eftir 12 vikna lyfjameðferð og teljast því læknaðir af lifrarbólgu C. Flestir þessara einstaklinga voru meðhöndlaðir á Landspítalanum, en 30 prósent sjúklinga fengu meðhöndlun á Vogi. Árangurinn af verkefninu endurspeglast meðal annars í mikilli fækkun sjúklinga með lifrarbólgusmit, sem koma inn á Vog.

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, greindi frá fyrstu niðurstöðum verkefnisins á alþjóðlegri fagráðstefnu um lifrarsjúkdóma í París um helgina (The International Liver Congress). Valgerður segir í samtali við mbl.is að mjög fljótlega verði greint frá nánari niðurstöðum verkefnisins, en nú þegar hefur verið fjallað um helstu niðurstöður í erlendum fjölmiðlum. „Þetta eru ánægjulegar niðurstöður sem er komnar í fréttirnar.“

Tekist hefur að ná meðferðarsambandi við alla þá sem greinst hafa með lifrarbólgu C hér á landi síðustu rúmlega tvo áratugi, en SÁÁ hefur skimað eftir veirunni í sprautusjúklingahópi SÁÁ og haldið nákvæma skráningu um sjúklingahópinn frá 1995. Góðan árangur má einna helst rekja til þess hve íslenska þjóðin er fámenn og hve góða heilbrigðisþjónustu fólk með fíknisjúkdóma fær. Það auðveldar allt utanumhald og skráningu.

Vísindateymi meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C hefur nýverið birt tvær greinar í virtum vísindatímaritum þar sem fram kemur að Ísland hefur góða möguleika til að verða fyrst til að ná markmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um 80% lækkun nýgengis lifrarbólgu C fyrir 2030. Í greininni kemur fram að gangi átakið áfram að óskum gæti Ísland náð að útrýma lifrarbólgu C sem meiri háttar heilbrigðisvá allt að 10 árum fyrr en áætlað var.

mbl.is

Innlent »

Bilun í ljósleiðara við Laugarvatn

10:40 Bilun er komin upp á ljósleiðara Mílu milli Seyðishóla og Laugarvatns. Bilanagreining stendur yfir en líklegt er talið að um slit á streng sé að ræða. Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við mbl.is að bilunin hafi helst áhrif fyrir austan Laugavatn, í Skálholti og Úthlíð. Meira »

10 milljarða ónýttur persónuafsláttur

10:21 Tæplega helmingur heildarupphæðar ónýtts persónuafsláttar árin 2016 og 2017 kom frá einstaklingum í aldurshópnum sextán til tuttugu ára. Alls voru rúmlega fjórir og hálfur milljarðar afgangs hvort árið frá þessum aldurshópi einum og sér. Meira »

Hátíðarfundur Alþingis í beinni útsendingu

09:21 Í dag klukkan 14 hefst hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum. Sýnt verður beint frá fundinum í Ríkissjónvarpinu og hefst útsending klukkan 12.45, einnig er hægt að fylgjast með fundinum á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis. Meira »

Umferðarstjórnun á Þingvöllum

09:19 Vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í dag, 18. júlí, verður umferð stýrt í og við þjóðgarðinn. Mun það hafa áhrif á akandi jafnt sem gangandi vegfarendur. Meira »

Fengu undanþágu frá yfirvinnubanni

09:05 Ein undanþága var fengin frá yfirvinnubanni ljósmæðra strax í nótt, á fyrstu klukkustundum yfirvinnubannsins. Þetta segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir en hún var vaktstjóri á næturvaktinni. Meira »

Nýr þjálfari fíkniefnahunda

08:00 Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hér á landi hefur verið ráðinn til starfa. Þetta staðfestir Sigríður Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Samfelld rigning

06:53 Í kvöld mun byrja að rigna nokkuð samfellt um sunnan- og vestanvert landið. Hann mun hanga þurr norðaustan til að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Ðí Kommitments saman á ný

06:00 „Ég man að það var röð af Gauknum og alveg yfir á Dubliners,“ segir Ragnar Þór, betur þekktur sem formaður VR en í hlutverki trommarans í Ðí Kommitments að þessu sinni. Tilefni endurkomunnar eru minningar- og söfnunartónleikar þar sem safnað verður fyrir Hammond í Hörpu. Meira »

#Takk Heimir

06:00 Heimir Hallgrimsson hefur sagt skilið við karlalandsliðið í knattspyrnu. Við á K100 þökkum Heimi fyrir allt og rifjum upp þegar Karlakórinn Esja kom honum á óvart í Magasíninu í fyrra stuttu eftir að Heimir varð fimmtugur og ítarlegt viðtal sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Sprengisandi. Meira »

Eftirför í Grafarvogi

05:44 Er lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu reyndu að stöðva bíl við Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær jók ökumaðurinn hraðann og hófst eftirför. Meira »

Á 160 km/klst. við Smáralind

05:40 Lögreglan stöðvaði bíl á Reykjanesbraut til móts við Smáralind um klukkan 1 í nótt. Hafði bíllinn mælst á 160 kílómetra hraða á klukkustund á vegi þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Meira »

Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum

05:30 Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samninganefndir Íslands og Danmerkur undirrituðu samninginn um sambandslögin sem tóku gildi 1. Meira »

Núpur enn óseldur

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí í fyrra til sölu þrjár húseignir á Núpi í Dýrafirði. Hollvinir Núps hafa áhuga á að kaupa Gamla skóla. Meira »

Hættuástand á Landspítalanum

05:30 „Það er hættuástand á Landspítalanum og enn sem komið er hafa hlutirnir gengið upp með guðs hjálp, góðra manna, tilfærslum og mikilli vinnu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Mikið ber í milli. Næsti fundur er boðaður á mánudag. Meira »

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

00:08 Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum. Meira »

„Talsverð rigning“ annað kvöld

Í gær, 23:16 Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir hellirigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld. Meira »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

Í gær, 22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálffimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

Í gær, 22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hefði farið ofan í Krossá. Bíllinn, sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur, komst ekki langt yfir ána áður en hann byrjaði að fljóta með straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

Í gær, 21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Heima er bezt tímarit
5. tbl. 2018 - Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift - www.heimaerbezt.net ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 23/7: Ends 17...