Margt mælir með endurnýjun vallarins

Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Margt mælir með því að núverandi þjóðarleikvangur í Laugardal verði endurnýjaður. Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg skipuðu um uppbyggingu Laugardalsvallar.

Ríkisstjórn, borgarráð og stjórn KSÍ hafa samþykkt að stofna undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd. Undirbúningi fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar skal lokið fyrir lok árs 2018 en þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir enn fremur að þjóðarleikvangur geti hvort heldur sem er verið opinn knattspyrnuvöllur eða fjölnotaleikvangur með opnanlegu þaki. Kostnaður og áhætta við hið síðarnefnda er mun meira en kostnaður við opinn knattspyrnuvöll.

Ákvörðun um byggingu og eignarhald leikvangs verður tekin með hliðsjón af niðurstöðu vinnu undirbúningsfélags og stöðu opinberra fjármála.

Verði tekin ákvörðun um byggingu þjóðarleikvangs getur útboðsferli framkvæmda tekið frá nokkrum mánuðum og upp undir eitt ár og framkvæmdatími verið að minnsta kosti tvö ár. 

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur …
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráð Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert