Norrænir Fóstbræður syngja

Karlakórinn Fóstbræður nýtur vinsælda og í þessari viku heldur hann …
Karlakórinn Fóstbræður nýtur vinsælda og í þessari viku heldur hann ferna tónleika í Hörpu. Ljósmynd/Fóstbræður

„Tónleikarnir eru vorboði. Lífsgleðin fylgir þessari skemmtilegu árstíð og það er gaman að syngja í slíkri stemningu,“ segir Arinbjörn Vilhjálmsson, formaður karlakórsins Fóstbræðra.

Nú eru fram undan árlegir vortónleikar kórsins, sem verða alls fernir og haldnir í Norðurljósasal Hörpu. Hinir fyrstu verða á morgun, þriðjudag, síðan á miðvikudag og fimmtudag og hefjast allir klukkan 20. Lokatónleikarnir verða svo næstkomandi laugardag, 21. apríl, og hefjast klukkan 15.

Efnisskrá vortónleikanna er fjölbreytt en til viðbótar við sígild íslensk karlakóralög eru norræn lög áberandi. Kemur þar til að rætur íslenskrar karlakóramenningar liggja á Norðurlöndunum og norrænu lögin verða nú sungin á frummálinu. Alls verður sungið á sex tungum, auk íslensku, á tónleikunum, það er ensku, sænsku, latínu, þýsku, norsku og frönsku. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson, píanóleikari er Steinunn Birna Ragnarsdóttir og einsöngvari Hildigunnur Einarsdóttir.

Sjá viðtal við Arinbjörn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert