Íslenskt ferskt wasabí eftirsótt og selt á norrænum hágæðaveitingastöðum

Wasabí er notað sushi-matargerð.
Wasabí er notað sushi-matargerð.

Ferskt íslenskt wasabí, sem ræktað er í gróðurhúsi hjá fyrirtækinu Jurt í Fellabæ, er flutt frá Íslandi til Danmerkur, Finnlands og Noregs.

Wasabí er eftirsótt og verðmætt hráefni sem notað er til matargerðar en jurtin er að uppruna til japönsk og erfið í ræktun.

Ragnar Atli Tómasson og Johan Sindri Hansen standa að fyrirtækinu Jurt ásamt fjárfestum. Megináhersla fyrirtækisins er að framleiða hreina vöru, ræktaða með hreinu vatni og endurnýtanlegum orkugjöfum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert