Gluggaviðgerðum lýkur í Skálholti

Viðgerðir hafa staðið yfir í Skálholti.
Viðgerðir hafa staðið yfir í Skálholti. mbl.is/Stefán Einar

Iðnaðarmenn vinna þessa dagana að því að skipta um hlífðargler í gluggum Skáholtskirkju og er það hluti af umfangsmeiri viðgerðum á kirkjunni.

Nokkuð er síðan ljóst varð að 43 steindir gluggar kirkjunnar, sem eru eftir Gerði Helgadóttur, væru illa farnir vegna raka og karmar þeirra fúnir. Menn frá Oidtmann-verkstæðinu í Linnich í Norður-Þýskalandi eru þegar búnir að gera við fimm af þessum listgluggum, sem þeir fóru með utan og komu aftur með til baka. Þrettán gluggar eru í viðgerð þessa dagana. Þeir verða settir upp í júní. Verkinu öllu ætti svo að ljúka í haust.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kostnaður vegna viðgerðanna á gluggunum er um 30 milljónir króna. Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, segir það umtalsvert minni kostnað en búist var við í fyrstu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert