Réðist á strætóbílstjóra

Farþeginn hafði greitt fyrir far frá Reykjavík í Borgarnes og …
Farþeginn hafði greitt fyrir far frá Reykjavík í Borgarnes og var sofandi í vagninum þegar þangað kom. Vagnstjórinn ýtti þá við honum og brást maðurinn þá illa við. mbl.is/Hjörtur

Farþegi í strætó brást illa við og lét höggin dynja á vagnstjóra í morgun, þegar hann reyndi að vísa manninum út úr bílnum.

Farþeginn hafði greitt fyrir far frá Reykjavík í Borgarnes og var sofandi í vagninum þegar þangað kom. Vagnstjórinn ýtti þá við honum og brást maðurinn við með áðurgreindum hætti. Var vagnstjórinn með áverka á hendi eftir átökin og þurfti aðhlynningar við.  

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var farþeginn í annarlegu ástandi og dvelur nú í fangaklefa í Borgarnesi, en til stendur að ræða við hann áður en hann verður látinn laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert