Skýr merki kólnunar í ferðaþjónustunni

Vísbendingar eru um að ferðamenn hafi dregið úr neyslu.
Vísbendingar eru um að ferðamenn hafi dregið úr neyslu. mbl.is/RAX

Margt bendir til samdráttar í ferðaþjónustu og að væntingar um vöxt greinarinnar í ár gangi ekki eftir.

Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, segir greinilega kólnun í íslenskri ferðaþjónustu. Gengi krónunnar vegi þar þungt. Heimsóknum á vefsíðu fyrirtækisins hafi til dæmis fjölgað um tugi prósenta milli ára en bókunum ekki fjölgað.

Hrefna Sætran veitingamaður rekur m.a. Fiskmarkaðinn í miðborg Reykjavíkur. Hún segir sölu margra veitingahúsa vera að dragast saman. Runnið sé upp nýtt skeið og hafa þurfi meira fyrir sölunni. Samkeppnin sé að harðna. „Það er verið að loka stöðum í miðbænum. Þetta er allt orðið erfiðara,“ segir Hrefna.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir hafa komið í ljós að víða um land sé ekki grundvöllur fyrir rekstri heilsárshótela. T.d. hafi hótelkeðjan horfið frá því að hafa opið allt árið á Patreksfirði. Víða um land sé veturinn rólegri en síðustu þrjú til fjögur ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert