Harmar „vanstilltar ávirðingar Sigmars“

Deilumálið fyrir dómi í dag.
Deilumálið fyrir dómi í dag. mbl.is/Arnþór

„Ég harma persónulegar og vanstilltar ávirðingar Sigmars Vilhjálmssonar í fjölmiðlum,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway, í yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um deilu hans við Sigmar Vilhjálmsson sem er fyrir dómstólum.

Skúli segir að um augljósa tilraun sé að ræða af hálfu Sigmars til þess að vinna mál að almenningsáliti sem hann óttist að tapa í réttarsölum. Málið, sem snúist um lóðarskika á Hvolsvelli, sé í lögformlegum farvegi þar sem slík mál eigi heima.

„Sannleikurinn kemur í ljós þegar dómstólar fella dóm í því máli. Mér þykir mjög leitt að Sigmar hafi tekið þetta mál svona inn á sig og ég óska honum alls hins besta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert