Dýrasta bréf Íslands flutt í lögreglufylgd

Öryggisverðir Securitas fluttu dýrasta bréf Íslandssögunnar á frímerkjasýningu sem fram …
Öryggisverðir Securitas fluttu dýrasta bréf Íslandssögunnar á frímerkjasýningu sem fram fer í TM-höllinni um helgina. mbl.is/Valli

Biblíubréfið, dýrasta bréf í sögu Íslands, var flutt úr verðmætageymslu Securitas í TM-höllina í Garðabæ í dag í fylgd lögreglu. Bréfið er frá árinu 1876 og á því eru einstök þjónustufrímerki, bæði í íslenskri og norrænni frímerkjasögu. 

Bréfið tilheyrir einkasafni sænska greifans og frímerkjasafnarans Douglas Storckenfeldt. Safnið verður til sýnis í heild sinni á norrænu frímerkjasýningunni Nordia í TM-höllinni í Garðabæ um helgina. Allt safnið er metið á um hálfan milljarð króna. 

Öryggisverðir á vegum Securitas sáu um flutninginn sem gekk eins og í sögu en þeir nutu aðstoðar lögreglu við verkið. 

Bréfið var flutt í lögreglufylgd.
Bréfið var flutt í lögreglufylgd. mbl.is/Valli
Bréfið er hluti af norrænu frímerkjasafni sem er metið á …
Bréfið er hluti af norrænu frímerkjasafni sem er metið á um hálfan milljarð króna. mbl.is/Valli
Bréfið komið í öruggar hendur.
Bréfið komið í öruggar hendur. mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert