Ánægð með stjórnarsamstarfið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er jafnframt formaður þjóðaröryggisráðs.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er jafnframt formaður þjóðaröryggisráðs. mbl.is/​Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með stjórnarsamstarfið og segir það ganga vel. Alltaf sé erfitt að vera í ríkisstjórn segir hún og vísar til fylgistaps í kjölfar síðasta stjórnarsamstarfs flokks hennar.

Hún segir að allt önnur menning sé innan Sjálfstæðisflokksins heldur en hjá Vinstri grænum. Katrín líkti þessu við það sem kom fram fyrir nokkrum árum varðandi það hvernig leiksýningar félagar í þessum flokkum vildu sjá. 

Fólk sem er í VG vildi helst sjá sýningar sem vöktu með þeim samviskubit og reiði en fólk í Sjálfstæðisflokknum vildi sjá sýningar þar sem það gat hlegið allan tímann. Katrín segir að þetta segi sína sögu um ólíka menningu meðal flokkanna. Katrín Jakobsdóttir var gestur í morgunþætti Rásar 1 í morgun.

Hún ræddi meðal annars um samkomulag um þinglok seint í gærkvöldi og eins frumvarp til laga um sjávarútvegsmál. Frumvarpið hafi komið of seint fram líkt og stjórnarandstaðan hafi sagt. Áfram verði unnið að fjármálaáætlun þar sem tekið er á málum sem forsætisráðherra segir mjög mikilvæg, heilbrigðismálunum. 

Spurð um gengi VG í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum segir Katrín að VG hafi aldrei náð að festa sig jafn-vel á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálum. Hún segir fulla ástæðu fyrir flokkinn að fara yfir stöðuna í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna. Hún sagði að ríkisstjórnarsamstarfið hefði haft neikvæð áhrif á stöðu VG í kosningunum en margt annað hafi þar áhrif. 

Katrín segir að eitt það besta við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð sé að átök fari fram fyrir opnum tjöldum, ekki í lokuðum bakherbergjum. Hún heyri því miður ekki eins mikið í sínum flokksfélögum og hún vildi vegna álags í vinnu. Eðlilegt sé að gagnrýni komi fram varðandi stjórnarsamstarfið en flokkurinn standi saman og samvinna hafi verið um samstarfið. 

Katrín er yfirlýstur hernaðarandstæðingur en hún mun mæta sem forsætisráðherra á leiðtogafund NATO. Hún segir að flestir viti hennar afstöðu, þar á meðal Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, enda er hann gamall félagi hennar. Hún mun ávarpa fund NATO sem forsætisráðherra Íslands. 

mbl.is

Innlent »

Hringsólaði í klukkutíma

21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hafa þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

18:39 Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“. Meira »

Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

18:30 Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Meira »

Stressandi en frábær upplifun

18:17 „Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi. Meira »

Landsréttur stytti farbannið

17:51 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefið sé út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »

Fjölmiðlanefnd sýknuð af kröfum 365

14:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfum 365 miðla um ógildingu á ákvörðun nefndarinnar um álagningu stjórnvaldssektar vegna birtingar áfengisauglýsinga í tilteknum heftum tímaritsins Glamour. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Árgerð 1997, Ekin...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...