Vatnsyfirborð fer hækkandi

Vatnsmagn í Gígjukvísl fer hækkandi og hlaup í ánni yfirvofandi.

„Það er svo sem voða lítið hægt að segja. Vatnsyfirborðið fer hækkandi, en það er hægt. Þetta verður ekkert stórt,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlaups í Grímsvötnum hefur verið beðið síðustu daga en búist er við að það verði tiltölulega lítið og vegir ekki í hættu.

Að sögn náttúruvársérfræðings nær vatnshæð líklega hámarki eftir um helgina en gengur þá niður. Gert er ráð fyrir litlu hlaupi, um 0,2-0,5 rúmkílómetra að rúmmáli og er það mun minna en tíðkaðist áður fyrr. Um áratugur er síðan Skeiðará fluttist í Gígjukvísl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert