Tveir heppnir fengu 5 milljónir

Tveir miðaeigendur fengu hæsta vinning í aðalútdrætti kvöldsins í Happdrætti Háskóla Íslands og fær hvor því 5 milljónir í sinn hlut. Þar að auki fengu sjö miðaeigendur eina milljón króna og sextán miðaeigendur fengu hálfa milljón króna hver.

„Það er ánægjulegt að tilkynna að alls fjölgaði heppnum Íslendingum um 3.353 í kvöld. Þeir skipta með sér 107 milljónum króna eftir útdrátt kvöldsins,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Milljónaveltan, sem var fjórföld áður en dregið var út í kvöld, gekk ekki út og þýðir það að við næsta útdrátt í júlí verða 50 milljónir í pottinum. „Það getur allt eins verið að allar fimmtíu milljónirnar lendi á einum og sama miðanum, svo þetta verður gríðarlega spennandi,“ segir Úlfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert