„Ég var einn maurinn í mauraþúfunni“

Sigga í fullum skrúða í byggingarvinnunni í Argentínu.
Sigga í fullum skrúða í byggingarvinnunni í Argentínu.

„Það er fáránlegt hversu mikil sóun er á vatni á Íslandi, við sturtum niður úr klósettum okkar með Gvendarbrunnavatni, hreinu dýrindis drykkjarvatni sem hefur hreinsast og síast í þúsundir ára.

Þetta er rugl, við eigum að nota rigningarvatnið af þökunum til þess og líka endurnýta vatnið úr sturtunni og þvottavélinni til að sturta úr klóinu,“ segir Sigríður Melrós sem byggði sjálfbært hús í Argentínu.

„Það var sérstök upplifun að finnast ég vera maur með mörgum öðrum maurum í stórri mauraþúfu, því saman lyftum við grettistaki. Mér fannst ég ekki koma miklu í verk á hverjum degi, en ég var reyndar komin með magnaða upphandleggsvöðva eftir þennan mánuð og ég léttist um mörg kíló, svo heilmikið var lagt af mörkum. Við skiptumst á, til að læra sem flest verk, en ég forðaðist eitt mjög erfitt verk, að berja jarðveg inn í hjólbarða með sleggju, en það fóru 900 dekk í þessa húsbyggingu. Ef ég ætla að byggja svona hús hér heima á Íslandi, þá verð ég að geta kennt drengjunum mínum hvernig á að gera þetta, svo ég lét mig hafa það að fara í sleggjuvinnuna.“
Sjá viðtal við Sigríði Melrós í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert