„Þetta fer bara vel í mig“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddiviti ...
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddiviti Pírata. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Fyrsti fundur borgarstjórnar Reykjavíkur eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, heldur aðeins skipað í nefndir ráð og aðrar stöður, eins og borgarstjóra og forseta borgarstjórnar. Að þessu sinni liggja fyrir nokkrar skipulagsbreytingar á nefndarstarfi borgarinnar lagt fram af nýjum meirihluta ásamt fjölda tillagna frá minnihlutanum.

Þetta er í fyrsta sinn sem 23 fulltrúar sitja borgarstjórnarfund, en áður sátu þar 15 borgarfulltrúar. Allar líkur eru á því að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, verði kjörin forseti borgarstjórnar í takt við samstarfssamning meirihlutans.

Spennandi hlutverk

„Þetta fer bara vel í mig,“ svarar Dóra Björt í samtali við mbl.is, aðspurð um hvernig það leggst í hana að taka að sér fundarstjórn borgarstjórnar. Hún bætir við að henni finnist gaman að stjórna fundum og tryggja aðkomu allra. „Mér finnst embætti forseta í raun og veru vera lýðræðishlutverk,“ segir Dóra Björt.

Hún segir erfitt að segja hvernig fundurinn verður, en mörg mál eru á dagskrá borgarstjórnar og að hún sé að ganga í spennandi hlutverk. „Ég geri ráð fyrir því að þetta fari bara allt saman vel fram og fólk komi sínum sjónarmiðum að og þau [mál á dagskrá] verða svo rædd af einhverju marki og þeim fundinn farvegur,“ segir Dóra Björt.

Heldur óhefðbundið er að margar tillögur séu teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar. Dóra Björt staðfestir að allar tillögurnar frá minnihlutanum verða teknar fyrir. Hins vegar kemur fram í samtali mbl.is við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita og borgarfulltrúa Miðflokksins, að hennar upplifun hafi verið að meirihlutinn hafi reynt að koma í veg fyrir að tillögur færu á dagskrá.

„Okkur var bent á það að ekki væri hefð fyrir því að leggja fram tillögur á fyrsta fundi borgarstjórnar því þá væri bara kosið í ráð og nefndir. Það fannst hvergi lagastoð fyrir því, útaf því eru þessar tillögur fram komnar, þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Vigdís.

Vilja áheyrnafulltrúa

Fyrir borgarstjórn liggja tillögur sem hafa áhrif á skipun í nefndir í ráð og nefndir, meðal annars tillaga Sósíalistaflokksins um að minni flokkar fái áheyrnafulltrúa í fastanefndir borgarinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti sósíalista, segir í samtali við mbl.is að um sé að ræða tillögu til þess að tryggja lýðræðislegan rétt kjósenda, þar sem flokkar sem fengu einn borgarfulltrúa samanlagt fengu 16,8% fylgi í kosningunum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokksins. Ljósmynd/Aðsend

Vigdís segist sammála þessari tillögu Sósíalistaflokksins þar sem mikilvægt sé að tryggja virkt lýðræði. Hún harmar einnig tillögu meirihlutans um að fresta skipun í hverfisráð borgarinnar fram undir áramót.

„Þetta verður til umfjöllunar í dag og verður þá rætt til þess að finna þessu máli einhvern farveg. Mér finnst auðvitað mikilvægt að raddir allra fái að heyrast, en svo er líka mikilvægt að fylgja lögum sem um ákveðin ferli hvað þetta varðar. Við verðum bara að skoða þetta á fundinum og vinna þetta áfram,“ segir Dóra Björt um tillögu Sósíalistaflokksins.

Spurð um tillögu sósíalista um áheyrnafulltrúa segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, „við komum náttúrulega bara til með að ræða það í dag á borgarstjórnarfundi, en nú eru nýjar reglur í gildi sem við erum öll að reyna að átta okkur á, með fjölgun borgarfulltrúa. Það hefur haft áhrif á breytingar sem við erum að setja okkur í stellingar fyrir.“

Borgarstjórnarsalurinn mun eflaust líta öðruvísi út, en borgarfulltrúum hefur verið ...
Borgarstjórnarsalurinn mun eflaust líta öðruvísi út, en borgarfulltrúum hefur verið fjölgað í 23. mbl.is/Styrmir Kári

Nýtt skipulag

Meirihlutinn hefur lagt til nokkrar breytingar á nefndarskipan borgarinnar sem Þórdís Lóa segir miða af því að straumlínulaga kerfið og styrkja nefndir og ráð borgarinnar.

Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggur til að stofnað verði mannréttinda- og lýðræðisráð, en ráðinu verður falið að taka að sér verkefni mannréttindaráðs ásamt verkefnum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Þá er stefnt að sameiningu menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Hið nýja ráð mun ekki fara með ferðamálin sem verða flutt til borgarráðs.

Meirihlutinn leggur einnig til að stofnað verði nýtt skipulags- og samgönguráð sem mun fara með skipulags-, samgöngu- og byggingarmál, sem þá eru aðskilin frá umhverfismálum sem hingað til hefur verið í umhverfis- og skipulagsráði. Umhverfismálin verða hinsvegar sett undir nýtt umhverfis- og heilbrigðisráð sem tekur einnig við fyrri verkefnum heilbrigðisnefndar.

mbl.is

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

Í gær, 10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

Í gær, 10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Olíu og Vatnsheldur Lyftir 204 ...
Bókalind - antikbókabúð
Er antikbókabúð og höfum við á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum m...