„Þetta fer bara vel í mig“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddiviti ...
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddiviti Pírata. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Fyrsti fundur borgarstjórnar Reykjavíkur eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, heldur aðeins skipað í nefndir ráð og aðrar stöður, eins og borgarstjóra og forseta borgarstjórnar. Að þessu sinni liggja fyrir nokkrar skipulagsbreytingar á nefndarstarfi borgarinnar lagt fram af nýjum meirihluta ásamt fjölda tillagna frá minnihlutanum.

Þetta er í fyrsta sinn sem 23 fulltrúar sitja borgarstjórnarfund, en áður sátu þar 15 borgarfulltrúar. Allar líkur eru á því að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, verði kjörin forseti borgarstjórnar í takt við samstarfssamning meirihlutans.

Spennandi hlutverk

„Þetta fer bara vel í mig,“ svarar Dóra Björt í samtali við mbl.is, aðspurð um hvernig það leggst í hana að taka að sér fundarstjórn borgarstjórnar. Hún bætir við að henni finnist gaman að stjórna fundum og tryggja aðkomu allra. „Mér finnst embætti forseta í raun og veru vera lýðræðishlutverk,“ segir Dóra Björt.

Hún segir erfitt að segja hvernig fundurinn verður, en mörg mál eru á dagskrá borgarstjórnar og að hún sé að ganga í spennandi hlutverk. „Ég geri ráð fyrir því að þetta fari bara allt saman vel fram og fólk komi sínum sjónarmiðum að og þau [mál á dagskrá] verða svo rædd af einhverju marki og þeim fundinn farvegur,“ segir Dóra Björt.

Heldur óhefðbundið er að margar tillögur séu teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar. Dóra Björt staðfestir að allar tillögurnar frá minnihlutanum verða teknar fyrir. Hins vegar kemur fram í samtali mbl.is við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita og borgarfulltrúa Miðflokksins, að hennar upplifun hafi verið að meirihlutinn hafi reynt að koma í veg fyrir að tillögur færu á dagskrá.

„Okkur var bent á það að ekki væri hefð fyrir því að leggja fram tillögur á fyrsta fundi borgarstjórnar því þá væri bara kosið í ráð og nefndir. Það fannst hvergi lagastoð fyrir því, útaf því eru þessar tillögur fram komnar, þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Vigdís.

Vilja áheyrnafulltrúa

Fyrir borgarstjórn liggja tillögur sem hafa áhrif á skipun í nefndir í ráð og nefndir, meðal annars tillaga Sósíalistaflokksins um að minni flokkar fái áheyrnafulltrúa í fastanefndir borgarinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti sósíalista, segir í samtali við mbl.is að um sé að ræða tillögu til þess að tryggja lýðræðislegan rétt kjósenda, þar sem flokkar sem fengu einn borgarfulltrúa samanlagt fengu 16,8% fylgi í kosningunum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokksins. Ljósmynd/Aðsend

Vigdís segist sammála þessari tillögu Sósíalistaflokksins þar sem mikilvægt sé að tryggja virkt lýðræði. Hún harmar einnig tillögu meirihlutans um að fresta skipun í hverfisráð borgarinnar fram undir áramót.

„Þetta verður til umfjöllunar í dag og verður þá rætt til þess að finna þessu máli einhvern farveg. Mér finnst auðvitað mikilvægt að raddir allra fái að heyrast, en svo er líka mikilvægt að fylgja lögum sem um ákveðin ferli hvað þetta varðar. Við verðum bara að skoða þetta á fundinum og vinna þetta áfram,“ segir Dóra Björt um tillögu Sósíalistaflokksins.

Spurð um tillögu sósíalista um áheyrnafulltrúa segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, „við komum náttúrulega bara til með að ræða það í dag á borgarstjórnarfundi, en nú eru nýjar reglur í gildi sem við erum öll að reyna að átta okkur á, með fjölgun borgarfulltrúa. Það hefur haft áhrif á breytingar sem við erum að setja okkur í stellingar fyrir.“

Borgarstjórnarsalurinn mun eflaust líta öðruvísi út, en borgarfulltrúum hefur verið ...
Borgarstjórnarsalurinn mun eflaust líta öðruvísi út, en borgarfulltrúum hefur verið fjölgað í 23. mbl.is/Styrmir Kári

Nýtt skipulag

Meirihlutinn hefur lagt til nokkrar breytingar á nefndarskipan borgarinnar sem Þórdís Lóa segir miða af því að straumlínulaga kerfið og styrkja nefndir og ráð borgarinnar.

Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggur til að stofnað verði mannréttinda- og lýðræðisráð, en ráðinu verður falið að taka að sér verkefni mannréttindaráðs ásamt verkefnum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Þá er stefnt að sameiningu menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Hið nýja ráð mun ekki fara með ferðamálin sem verða flutt til borgarráðs.

Meirihlutinn leggur einnig til að stofnað verði nýtt skipulags- og samgönguráð sem mun fara með skipulags-, samgöngu- og byggingarmál, sem þá eru aðskilin frá umhverfismálum sem hingað til hefur verið í umhverfis- og skipulagsráði. Umhverfismálin verða hinsvegar sett undir nýtt umhverfis- og heilbrigðisráð sem tekur einnig við fyrri verkefnum heilbrigðisnefndar.

mbl.is

Innlent »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

Í gær, 18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

Í gær, 18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

Í gær, 18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

Í gær, 17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Í gær, 17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

Í gær, 17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

Í gær, 17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

Í gær, 16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

Í gær, 16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...