„Þetta fer bara vel í mig“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddiviti ...
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddiviti Pírata. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Fyrsti fundur borgarstjórnar Reykjavíkur eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, heldur aðeins skipað í nefndir ráð og aðrar stöður, eins og borgarstjóra og forseta borgarstjórnar. Að þessu sinni liggja fyrir nokkrar skipulagsbreytingar á nefndarstarfi borgarinnar lagt fram af nýjum meirihluta ásamt fjölda tillagna frá minnihlutanum.

Þetta er í fyrsta sinn sem 23 fulltrúar sitja borgarstjórnarfund, en áður sátu þar 15 borgarfulltrúar. Allar líkur eru á því að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, verði kjörin forseti borgarstjórnar í takt við samstarfssamning meirihlutans.

Spennandi hlutverk

„Þetta fer bara vel í mig,“ svarar Dóra Björt í samtali við mbl.is, aðspurð um hvernig það leggst í hana að taka að sér fundarstjórn borgarstjórnar. Hún bætir við að henni finnist gaman að stjórna fundum og tryggja aðkomu allra. „Mér finnst embætti forseta í raun og veru vera lýðræðishlutverk,“ segir Dóra Björt.

Hún segir erfitt að segja hvernig fundurinn verður, en mörg mál eru á dagskrá borgarstjórnar og að hún sé að ganga í spennandi hlutverk. „Ég geri ráð fyrir því að þetta fari bara allt saman vel fram og fólk komi sínum sjónarmiðum að og þau [mál á dagskrá] verða svo rædd af einhverju marki og þeim fundinn farvegur,“ segir Dóra Björt.

Heldur óhefðbundið er að margar tillögur séu teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar. Dóra Björt staðfestir að allar tillögurnar frá minnihlutanum verða teknar fyrir. Hins vegar kemur fram í samtali mbl.is við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita og borgarfulltrúa Miðflokksins, að hennar upplifun hafi verið að meirihlutinn hafi reynt að koma í veg fyrir að tillögur færu á dagskrá.

„Okkur var bent á það að ekki væri hefð fyrir því að leggja fram tillögur á fyrsta fundi borgarstjórnar því þá væri bara kosið í ráð og nefndir. Það fannst hvergi lagastoð fyrir því, útaf því eru þessar tillögur fram komnar, þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Vigdís.

Vilja áheyrnafulltrúa

Fyrir borgarstjórn liggja tillögur sem hafa áhrif á skipun í nefndir í ráð og nefndir, meðal annars tillaga Sósíalistaflokksins um að minni flokkar fái áheyrnafulltrúa í fastanefndir borgarinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti sósíalista, segir í samtali við mbl.is að um sé að ræða tillögu til þess að tryggja lýðræðislegan rétt kjósenda, þar sem flokkar sem fengu einn borgarfulltrúa samanlagt fengu 16,8% fylgi í kosningunum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sósíalistaflokksins. Ljósmynd/Aðsend

Vigdís segist sammála þessari tillögu Sósíalistaflokksins þar sem mikilvægt sé að tryggja virkt lýðræði. Hún harmar einnig tillögu meirihlutans um að fresta skipun í hverfisráð borgarinnar fram undir áramót.

„Þetta verður til umfjöllunar í dag og verður þá rætt til þess að finna þessu máli einhvern farveg. Mér finnst auðvitað mikilvægt að raddir allra fái að heyrast, en svo er líka mikilvægt að fylgja lögum sem um ákveðin ferli hvað þetta varðar. Við verðum bara að skoða þetta á fundinum og vinna þetta áfram,“ segir Dóra Björt um tillögu Sósíalistaflokksins.

Spurð um tillögu sósíalista um áheyrnafulltrúa segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, „við komum náttúrulega bara til með að ræða það í dag á borgarstjórnarfundi, en nú eru nýjar reglur í gildi sem við erum öll að reyna að átta okkur á, með fjölgun borgarfulltrúa. Það hefur haft áhrif á breytingar sem við erum að setja okkur í stellingar fyrir.“

Borgarstjórnarsalurinn mun eflaust líta öðruvísi út, en borgarfulltrúum hefur verið ...
Borgarstjórnarsalurinn mun eflaust líta öðruvísi út, en borgarfulltrúum hefur verið fjölgað í 23. mbl.is/Styrmir Kári

Nýtt skipulag

Meirihlutinn hefur lagt til nokkrar breytingar á nefndarskipan borgarinnar sem Þórdís Lóa segir miða af því að straumlínulaga kerfið og styrkja nefndir og ráð borgarinnar.

Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggur til að stofnað verði mannréttinda- og lýðræðisráð, en ráðinu verður falið að taka að sér verkefni mannréttindaráðs ásamt verkefnum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Þá er stefnt að sameiningu menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Hið nýja ráð mun ekki fara með ferðamálin sem verða flutt til borgarráðs.

Meirihlutinn leggur einnig til að stofnað verði nýtt skipulags- og samgönguráð sem mun fara með skipulags-, samgöngu- og byggingarmál, sem þá eru aðskilin frá umhverfismálum sem hingað til hefur verið í umhverfis- og skipulagsráði. Umhverfismálin verða hinsvegar sett undir nýtt umhverfis- og heilbrigðisráð sem tekur einnig við fyrri verkefnum heilbrigðisnefndar.

mbl.is

Innlent »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

16:10 Allt tiltækt slökkvið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...