Margir varadómarar

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Óvenju margir varadómarar hafa verið kallaðir til starfa í Hæstarétti Íslands að undanförnu. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri réttarins, segir að um síðustu áramót hafi Hæstiréttur átt eftir að dæma í 270 einkamálum sem áfrýjað var fyrir áramót.

Rétturinn taldi nauðsynlegt að hraða meðferð þessara mála. Tekin var ákvörðun um að í málum sem dæmd yrðu af þremur dómurum dæmdu tveir fastir hæstaréttardómarar og einn varadómari.

Þorsteinn segir að mest hafi verið um mál sem dæmd voru af þremur dómurum frá síðustu áramótum. Því hafi verið kallaður til einn varadómari í hverju máli. 37 einstaklingar hafa verið kallaðir til sem varadómarar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert