Jón Kristinn kláraði ekki sundið

Jón Kristinn Þórisson við upphaf sundsins í morgun.
Jón Kristinn Þórisson við upphaf sundsins í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Eftir að hafa synt 47 kílómetra á 14 klukkustundum varð Jón Kristinn Þórisson frá að hverfa en hann reyndi í dag að synda yfir Ermarsundið. Jón lagði af stað yfir Ermar­sundið frá Shakespeare-strönd í Do­ver kl. 5:28 að staðar­tíma.

Jón átti fjóra kílómetra eftir til Frakklands og var á svæði sem kallast Grafreitur draumanna. Sjávarföllin reyndust of sterk þar og báru hann frá landi.

Jón, sem er vanur sjósundi, er við góða heilsu og er núna aftur á leið til Dover. 

Með honum í för voru tveir Ermar­sunds­far­ar, þau Bene­dikt Hjart­ar­son sem synti yfir Ermar­sundið árið 2008 og Sigrún Þ. Geirs­dótt­ir sem synti yfir árið 2015. Auk þeirra voru þeir Arnar Þór Egilsson og Jóhannes Jónsson til aðstoðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert