„Útvörður borgarinnar“

Tæplega áttræður Reykvíkingur, Sveinn Sigurjónsson múrarameistari, þarf að leggja bíl sínum í eins kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og vaða eða ganga á ótraustum ís yfir á til að komast heim á veturna. Þó býr hann í 116 Reykjavík.

Vegurinn að bæ hans Þverárkoti, upp við rætur Esju, liggur yfir ána Þverá á vaði og er óskráður. Vegagerðin segist geta lagfært veginn og tekið inn á vegaskrá að nýju en skilyrðið er að Sveinn greiði helming kostnaðar, rúmar sex milljónir króna hið minnsta, úr eigin vasa.

Margt hangir á þessari vegaframkvæmd því ekki er mokað í átt að bænum meðan vegurinn er óskráður og Reykjavíkurborg sækir heldur ekki sorp á bæinn því ruslabílar komast ekki yfir ána.

Heilbrigðisnefnd borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í maí að Sveinn skuli aka rúma 16 kílómetra til að koma sorpi sínu í tunnur, eða að næstu grenndarstöð, sem væri við Barðastaði í Grafarvogi.

Ættingjar og vinir segja aðstæður hans óviðunandi og vilja að borgin taki þátt í að bæta samgöngur að bænum.

Ítarlega er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »