Nýr þjálfari fíkniefnahunda

Fíkniefnahundur að störfum.
Fíkniefnahundur að störfum. mbl.is/Jim Smart

Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hér á landi hefur verið ráðinn til starfa. Þetta staðfestir Sigríður Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið.

Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í gær hefur aðgerðarleysi ríkt í málefnum fíkniefnahunda hér á landi.

Áður voru fíkniefnahundar á snærum ríkislögreglustjóra en því var breytt fyrir um fjórum árum. Sigríður segir að breyting muni nú verða á málaflokknum og tekið verði á málum af festu. „Ég hef falið lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra að hafa umsjón með hundakosti hér á landi. Öll lögregluembættin verða í samstarfi við hann hvað þetta varðar. Aðstæður eru þannig að hann getur tekið við þessu og þannig verður þessu háttið. Hjá honum verður lögreglumaður sem mun taka þetta verkefni að sér og verður í raun þessi yfirhundaþjálfari sem eitt sinn starfaði hjá ríkislögreglustjóra,“ segir Sigríður í frétt Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert