Margir erlendir skráðir

Frá hlaupinu í fyrra.
Frá hlaupinu í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú þegar eru rúmlega 8.000 keppendur skráðir en það skrá sig alltaf mjög margir þegar nær dregur hlaupinu,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, um skráningu í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 18. ágúst.

Fleiri en 3.000 erlendir keppendur hafa nú þegar skráð sig. „Það er ekki langt síðan 3.000 var lokatala erlendra keppenda,“ segir Anna. Auglýsing fyrir maraþonið hefur vakið talsverða athygli. „Hún hefur farið svolítið út fyrir landsteinana og það var fjallað um hana í New York Times um daginn.“

Maraþonið er nú haldið í 35. skipti. „Þetta er svona pínu afmæli og það er búið að sérhanna nýja medalíu vegna þess. Skemmtiskokkið verður einnig með aðeins breyttu sniði frá fyrri árum en við ætlum að rífa upp stemninguna í styttri vegalengdunum. Í þriggja kílómetra hlaupinu munu Jói Pé og Króli sjá um upphitun, það verða blys í brautinni, tónlist, skreytingar og confetti,“ segir Anna.

Áheitasöfnun gengur vel en rúmar 22 milljónir hafa safnast. „Það borgar sig að drífa í að skrá sig ef maður ætlar að vera í áheitasöfnun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert