Afléttir óvissustigi vegna hlaupsins

Vatn var við brúarstólpa við Eldvatnsbrú en hún hélt.
Vatn var við brúarstólpa við Eldvatnsbrú en hún hélt. mbl.is/Jónas Erlendsson

Míla hefur aflétt óvissustigi á Suðurlandi vegna Skaftárhlaups. Engar skemmdir urðu á fjarskiptainnviðum í Skaftárhlaupi.

Hlaupinu er formlega lokið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Sigurrós Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri Mílu, segir hlaupið ekki hafa haft áhrif á fjarskipti á svæðinu.

„Um þetta svæði liggja stærstu og mikilvægustu strengir landsins, landshringurinn. Það er alvarlegt mál ef slíkt raskast. Sem betur fer héldu allir strengir og fjarskipti voru því ósnert,“ segir Sigurrós.

Míla lýsti yfir óvissustigi í kjölfar þess að almannavarnir gerðu það. „Fyrirtækið er aðili að máli þegar hamfarir í gangi. Við erum með neyðarstjórn sem hittist þegar svona er í gangi,“ segir Sigurrós en Míla er inni í teymi almannavarna sem fulltrúi fjarskipta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert