Hvalirnir horfnir sjónum

Hvalatorfan sem hefur verið innlyksa í Kolgrafafirði frá því á sunnudag er horfin sjónum björgunarsveitarmanna. Um tíuleytið í gærkvöldi voru hvalirnir reknir undir brúna og vel út á Breiðafjörð fram hjá Oddbjarnarskeri um 15 kílómetrum austur af Flatey, þaðan sem þeir tóku stefnuna norðvestur.

Grindhvalirnir í Kolgrafafirði.
Grindhvalirnir í Kolgrafafirði. Ljósmynd/Vilhjálmur Sveinsson

Ein­ar Strand, formaður svæðis­stjórn­ar hjá Lands­björg á Snæ­fellsnesi, segir að björgunin hafi gengið vel. Aðgerðum lauk skömmu fyrir miðnætti í gær en 22 björgunarsveitarmenn og þrír lögreglumenn tóku þátt.

„Síðan hefur ekkert spurst til hvalanna,“ segir Einar en bætir við að björgunarsveitir séu til taks ef hvalirnir snúa aftur.

Oddbjarnarsker, þar sem björgunarsveitin sagði skilið við hvalina.
Oddbjarnarsker, þar sem björgunarsveitin sagði skilið við hvalina. Kort/map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert