Vilja koma í veg fyrir að sníkjudýr berist

Sníkjudýr sem berast inn í landið geta smitast á milli …
Sníkjudýr sem berast inn í landið geta smitast á milli hunda, meira að segja í íslenska fjárhundinn. mbl.is/Atli Vigfússon

„Við viljum vera á tánum til þess að koma í veg fyrir að sníkjudýr berist til landsins með innfluttum dýrum og geti haft áhrif á heilbrigði dýra á Íslandi.“

Þetta segir Matthías Eydal, einn af þremur greinarhöfundum, um niðurstöður þjónusturannsóknar sem framkvæmd var á Keldum og birt var í vefvísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Greinina rita auk Matthíasar Karl Skírnisson og Guðný Rut Pálsdóttir.

„Við skoðum í rútínu saursýni úr öllum hundum og köttum sem fluttir eru til landsins. Auk einangrunarvistar, lyfjagjafar og heilbrigðisskoðunar á Íslandi þurfa dýrin að uppfylla ströng skilyrði og standast skoðun áður en þau eru flutt til landsins,“ segir Matthías í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert