Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur.

„Við Hvarf er á ferðinni kröpp og vaxandi lægð, sem fer allhratt til austurs suður af landinu á morgun. Þá mun hvessa af austri sunnan og vestan til og rigna víða syðra. Áfram skýjað fyrir norðan og skúrir á víð og dreif. Á laugardag er lægðin komin langt norðaustur af landinu og vindur aftur lagstur í norðanátt, en léttir þá til fyrir sunnan og vestan og hlýnar þar, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðan 3-10 m/s og lítils háttar rigning eða súld fyrir norðan og austan, annars skýjað, en léttir til eftir hádegi og stöku síðdegisskúrir. Bætir í vind um landið V-vert í kvöld. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast syðst.
Austan og norðaustan 10-15 á morgun, en mun hægari NA-til. Rigning með köflum á S-verðu landinu, en rofar til um kvöldið, en skúrir fyrir norðan. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast V-lands.

Á föstudag:
Norðan og norðaustan 8-13 m/s, en hvassari við S-ströndina framan af degi. Víða dálítil rigning eða skúrir, en léttir til S- og V-lands um kvöldið. Hiti 6 til 14 stig, svalast á annesjum N-til. 

Á laugardag:
Norðvestan 8-13 m/s og rigning NA-til framan af degi, en annars hægari vindur og víða léttskýjað. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á SA-landi. 

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt 3-8 m/s, skýjað og lítils háttar væta öðru hverju, en bjart með köflum fyrir norðan og austan. Hiti 9 til 14 stig að deginum. 

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt og dálitla vætu, einkum S- og V-til. Milt veður að deginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert