Hjóluðu hringinn á sjö dögum

Thomsen með hvítan hjálm og Vendelbjerg með svartan.
Thomsen með hvítan hjálm og Vendelbjerg með svartan. Ljósmynd/Aðsend

Í seinni hluta ágústmánaðar hjóluðu tveir danskir ofurhugar hringinn í kringum Ísland á sjö dögum. Þeir Simon Thomsen og Rasmus Rask Vendelbjerg hjóluðu í 7-8 klukkustundir á degi hverjum og náðu að fara um 160-240 kílómetra en meðalhraði þeirra var rétt undir 30 km/klst.

Thomsen og Vendelbjerg eru báðir 28 ára gamlir og höfðu lengi haft ferðalagið að markmiði en þriggja manna myndatökuteymi fylgdi þeim eftir á ferðalaginu. Afraksturinn verður svo sýndur í þáttaröð um skemmtilegar leiðir fyrir hjólreiðafólk að fara. Vandelbjerg svaraði nokkrum spurningum um ferðalagið.

Það þarf úthald í að hjóla hringinn.
Það þarf úthald í að hjóla hringinn. Ljósmynd/Aðsend

Af hverju að hjóla hringinn í kringum Ísland? 

„Við höfum farið á vinsælustu hjólaleiðirnar í Suður- og Vestur-Evrópu þannig að þá var það bara að spurningin um hvert við skyldum halda næst? Okkur langaði að fara nýja og minna farna leið. Báðir höfðum við komið nokkrum sinnum til Íslands. Fjölbreytni og fegurð landslagsins hefur heillað okkur. Okkur fannst ekki mikið um hjólreiðafólk þar sem við höfðum komið og fannst það undarlegt. Þannig kom þetta til.“

Þeir félagar eru vanir að fá skjól frá skóglendi eða ...
Þeir félagar eru vanir að fá skjól frá skóglendi eða byggingum. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig var veðrið? 

„Í samanburði við besta sumar allra tíma í Danmörku var þetta köld og blaut lífsreynsla. Samt sem áður virðumst við hafa fengið betra veður en var á landinu mestallt sumarið. Að því leyti vorum við heppnir. Það rigndi í tvo daga en nokkrir dagar voru bjartir á Norður- og Austurlandi. Vindurinn var okkar stærsta áskorun. Við erum vanir skjóli frá byggingum og skóglendi en á Íslandi hjóluðum við hundruð kílómetra við fjallsrætur þar sem vindurinn magnast upp.

Félagarnir hjóluðu í 7-8 klukkustundir á degi hverjum.
Félagarnir hjóluðu í 7-8 klukkustundir á degi hverjum. Ljósmynd/Aðsend

Maður tekur alltaf vind, kulda og bleytu með í reikninginn en þetta verður aldrei stórt vandamál nema að allir þrír þættir verki saman í einu. Það gerðist þegar við vorum að fara framhjá Jökulsárlóni þar sem við þurftum að stoppa á Hofi og leggjast upp við ofn til að ná tilfinningunni að nýju í líkamann.“

Kvikmyndatökuliðið hélt sig yfirleitt fyrir aftan hólreiðamennina.
Kvikmyndatökuliðið hélt sig yfirleitt fyrir aftan hólreiðamennina. Ljósmynd/Aðsend

Varasamir vegir

Samkvæmt ráðum heimamanna hjóluðu þeir réttsælis um landið. Myndatökuteymið fylgdi hjólreiðamönnunum eftir í húsbíl sem fjölgaði gistimöguleikum en veitti þeim einnig vörn á vegunum.

Brekkurnar eru nokkrar á veginum í kringum landið.
Brekkurnar eru nokkrar á veginum í kringum landið. Ljósmynd/Aðsend

Nú eru vegirnir á Íslandi gjarnan þröngir og á þeim keyra fjölmargir ferðamenn sem ekki eru vanir íslenskum aðstæðum. Fannst ykkur þið alltaf vera öruggir á ferðalaginu? 

„Yfirleitt fannst okkur þetta í lagi, já. Umferðin var frekar þung í nágrenni Reykjavíkur. Allt í allt voru þetta ekki nema 4-6 klukkustundir í heildina þar sem við hjóluðum í mikilli umferð. Á Norður- og Austurlandi var lítil umferð og þeir fáu sem við mættum sýndu okkur skilning og gáfu okkur pláss. Reyndar voru margir sem hvöttu okkur áfram sem var hvatning á erfiðum dögum! Fólk hafði varað okkur við því að fólk væri ekki vant hjólreiðafólki á vegunum og þetta var það sem við höfðum mestar áhyggjur af. Þannig að við erum þakklátir fyrir þetta. Síðustu 100 kílómetrarnir í átt að Reykjavík voru þó varasamir þegar við hjóluðum upp Kambana. Eftir 7 daga hjólreiðaferðalag var það ekki góð hugmynd og eflaust hafa einhverjir ökumenn orðið pirraðir á okkur. Afsakið okkur, Íslendingar!“

Rasmus Rask Vendelbjerg er 28 ára gamall blaðamaður.
Rasmus Rask Vendelbjerg er 28 ára gamall blaðamaður. Ljósmynd/Aðsend

Var markmiðið alltaf að klára ferðalagið á sjö dögum?

„Já, það var alltaf markmiðið en þetta var þó mun meira en við höfum nokkru sinni lagt í áður þannig að einhver óvissa var tengd því. Eftir því sem á leið sáum við að þetta væri gerlegt og efldi okkur í að ná takmarkinu. Frændi minn býr líka á Íslandi og starfar sem leiðsögumaður og gaf okkur góð ráð. Hann sagði hinsvegar að sjö dagar væru of lítill tími sem varð okkur hvatning. Að sýna honum að við gætum þetta.“

Hringnum lokað á Skólavörðuholti.
Hringnum lokað á Skólavörðuholti. Ljósmynd/Aðsend

Var eitthvað sem kom ykkur á óvart?

„Við höfðum undirbúið okkur í nokkurn tíma og komið margoft til landsins, þannig að við vissum að miklu leyti hvað við værum að fara út í. Að því sögðu vorum við ekki undir það búnir hvað vindurinn hefði mikil áhrif. Heilu dagana hjóluðum við í miklum mótvindi sem hafði mikil áhrif bæði á líkamlegt og andlegt ástand. Það er lýjandi. Þá hafði hávaðinn í vindinum áhrif á samskiptin okkar í milli og gerði þau erfiðari.

Margir ökumenn hvöttu félagana áfram.
Margir ökumenn hvöttu félagana áfram. Ljósmynd/Aðsend

Fjölbreytni landslagsins kom okkur líka á óvart en okkur fannst eins og við hefðum farið í gegnum heila heimsálfu á leiðinni. Annað sem við gerðum ekki ráð fyrir var matarlystin sem maður fær eftir svona ferðalag. Við vorum óseðjandi í kjölfarið og veitingastaðir og barir í Reykjavík hafa notið góðs af því!“ 

Skyggnið var ekki alltaf gott.
Skyggnið var ekki alltaf gott. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig verður þáttaröðin?

„Við erum að reyna að vekja áhuga fólks á að velja sér óvenjulega áfangastaði til að hjóla á. Frakkland, Belgía, Ítalía og Spánn eru vinsælir staðir en aðrir staðir eru ekki minna spennandi til að hjóla á. Sjónarhornið er persónulegt þar sem áhorfandinn fær innsýn í sálarstríðið innra með manni og þær hindranir sem við þurfum að yfirstíga á svona krefjandi ferðalagi. Okkur finnst líka mikilvægt að sýna fram á að það sé hægt að skoða Ísland án þess að vera á bíl eða í þyrlu.

Meðalhraði var rétt undir 30 km/klst.
Meðalhraði var rétt undir 30 km/klst. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaiðnaðurinn blómstrar augljóslega á Íslandi en afleiðingarnar eru ekki alltaf góðar. Fólk kemur til að sjá hreina og ósnortna náttúru, en álagið á náttúruna er í samræmi við það og víða er fjöldi ferðamanna yfirgengilegur. Okkur langaði að sýna fólki fram á hvað það er frábært að njóta landsins og ferska loftsins á hjólum.“ 

Ferðalagið var lengi í undirbúningi.
Ferðalagið var lengi í undirbúningi. Ljósmynd/Aðsend
Besta veðrið var á norður- og austurlandi.
Besta veðrið var á norður- og austurlandi. Ljósmynd/Aðsend
Hjólreiðamennirnir ásamt kvikmyndatökuliðinu sem fylgdi þeim.
Hjólreiðamennirnir ásamt kvikmyndatökuliðinu sem fylgdi þeim. Ljósmynd/Aðsend
Erfiðustu aðstæðurnar eru þegar kuldi, bleyta og vindur sameinast.
Erfiðustu aðstæðurnar eru þegar kuldi, bleyta og vindur sameinast. Ljósmynd/Aðsend
Simon Thomsen er 28 ára gamall ljósmyndari.
Simon Thomsen er 28 ára gamall ljósmyndari. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfalllega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »

Sigri í Skrekk fagnað

Í gær, 19:30 Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Meira »

Falsreikningur á Tinder og víðar

Í gær, 19:14 Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið því ítrekað frá í haust að búið er að búa til fals reikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

Í gær, 19:13 Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Reglur til að hemja Airbnb

Í gær, 19:11 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, situr nú leiðtogafund Sharing Cities í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Alls taka fulltrúar 31 borgar þátt í fundinum. Þar hefur verið rætt um áhrifin sem stöðugur vöxtur nethagkerfa eins og Airbnb, Uber, Booking.com og fleiri stórfyrirtækja hefur á mannlíf og efnahagsþróun í borgunum. Meira »

Kvenorka í kirkjunni og listin er hugrökk

Í gær, 18:57 „Þetta er óvenjulegt verk í helgirými. Ég tel þá kvenlegu orku sem það ber með sér mikilvæga fyrir kirkjuna og kirkjulistina. Við sjáum ekki öll það sama í þessu verki. Sum sjá kvensköp á meðan önnur sjá Maríu guðsmóður, rós eða engil,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík. Meira »

Hafa unnið að frumvarpinu í fimm ár

Í gær, 18:47 Mennta- og menningarmálaráðuneytið vill að gefnu tilefni árétta að frumvarp til sviðslistalaga er enn í vinnslu innan ráðuneytisins. Meira »

Leigjendur Brynju fá 323 milljónir

Í gær, 18:32 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag 323,4 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

Í gær, 18:30 „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

Kvarta til ESA vegna fiskeldislaga

Í gær, 18:29 Landvernd hefur lagt fram kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn reglum EES-samningsins. Meira »

Festist í lyftu á Vífilsstöðum

Í gær, 18:03 Viðvörunarkerfið fór í gang á sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum um hálffimmleytið í dag eftir að lyfta bilaði með manneskju þar inni. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik. S 7660348. Alina...