Hjóluðu hringinn á sjö dögum

Thomsen með hvítan hjálm og Vendelbjerg með svartan.
Thomsen með hvítan hjálm og Vendelbjerg með svartan. Ljósmynd/Aðsend

Í seinni hluta ágústmánaðar hjóluðu tveir danskir ofurhugar hringinn í kringum Ísland á sjö dögum. Þeir Simon Thomsen og Rasmus Rask Vendelbjerg hjóluðu í 7-8 klukkustundir á degi hverjum og náðu að fara um 160-240 kílómetra en meðalhraði þeirra var rétt undir 30 km/klst.

Thomsen og Vendelbjerg eru báðir 28 ára gamlir og höfðu lengi haft ferðalagið að markmiði en þriggja manna myndatökuteymi fylgdi þeim eftir á ferðalaginu. Afraksturinn verður svo sýndur í þáttaröð um skemmtilegar leiðir fyrir hjólreiðafólk að fara. Vandelbjerg svaraði nokkrum spurningum um ferðalagið.

Það þarf úthald í að hjóla hringinn.
Það þarf úthald í að hjóla hringinn. Ljósmynd/Aðsend

Af hverju að hjóla hringinn í kringum Ísland? 

„Við höfum farið á vinsælustu hjólaleiðirnar í Suður- og Vestur-Evrópu þannig að þá var það bara að spurningin um hvert við skyldum halda næst? Okkur langaði að fara nýja og minna farna leið. Báðir höfðum við komið nokkrum sinnum til Íslands. Fjölbreytni og fegurð landslagsins hefur heillað okkur. Okkur fannst ekki mikið um hjólreiðafólk þar sem við höfðum komið og fannst það undarlegt. Þannig kom þetta til.“

Þeir félagar eru vanir að fá skjól frá skóglendi eða ...
Þeir félagar eru vanir að fá skjól frá skóglendi eða byggingum. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig var veðrið? 

„Í samanburði við besta sumar allra tíma í Danmörku var þetta köld og blaut lífsreynsla. Samt sem áður virðumst við hafa fengið betra veður en var á landinu mestallt sumarið. Að því leyti vorum við heppnir. Það rigndi í tvo daga en nokkrir dagar voru bjartir á Norður- og Austurlandi. Vindurinn var okkar stærsta áskorun. Við erum vanir skjóli frá byggingum og skóglendi en á Íslandi hjóluðum við hundruð kílómetra við fjallsrætur þar sem vindurinn magnast upp.

Félagarnir hjóluðu í 7-8 klukkustundir á degi hverjum.
Félagarnir hjóluðu í 7-8 klukkustundir á degi hverjum. Ljósmynd/Aðsend

Maður tekur alltaf vind, kulda og bleytu með í reikninginn en þetta verður aldrei stórt vandamál nema að allir þrír þættir verki saman í einu. Það gerðist þegar við vorum að fara framhjá Jökulsárlóni þar sem við þurftum að stoppa á Hofi og leggjast upp við ofn til að ná tilfinningunni að nýju í líkamann.“

Kvikmyndatökuliðið hélt sig yfirleitt fyrir aftan hólreiðamennina.
Kvikmyndatökuliðið hélt sig yfirleitt fyrir aftan hólreiðamennina. Ljósmynd/Aðsend

Varasamir vegir

Samkvæmt ráðum heimamanna hjóluðu þeir réttsælis um landið. Myndatökuteymið fylgdi hjólreiðamönnunum eftir í húsbíl sem fjölgaði gistimöguleikum en veitti þeim einnig vörn á vegunum.

Brekkurnar eru nokkrar á veginum í kringum landið.
Brekkurnar eru nokkrar á veginum í kringum landið. Ljósmynd/Aðsend

Nú eru vegirnir á Íslandi gjarnan þröngir og á þeim keyra fjölmargir ferðamenn sem ekki eru vanir íslenskum aðstæðum. Fannst ykkur þið alltaf vera öruggir á ferðalaginu? 

„Yfirleitt fannst okkur þetta í lagi, já. Umferðin var frekar þung í nágrenni Reykjavíkur. Allt í allt voru þetta ekki nema 4-6 klukkustundir í heildina þar sem við hjóluðum í mikilli umferð. Á Norður- og Austurlandi var lítil umferð og þeir fáu sem við mættum sýndu okkur skilning og gáfu okkur pláss. Reyndar voru margir sem hvöttu okkur áfram sem var hvatning á erfiðum dögum! Fólk hafði varað okkur við því að fólk væri ekki vant hjólreiðafólki á vegunum og þetta var það sem við höfðum mestar áhyggjur af. Þannig að við erum þakklátir fyrir þetta. Síðustu 100 kílómetrarnir í átt að Reykjavík voru þó varasamir þegar við hjóluðum upp Kambana. Eftir 7 daga hjólreiðaferðalag var það ekki góð hugmynd og eflaust hafa einhverjir ökumenn orðið pirraðir á okkur. Afsakið okkur, Íslendingar!“

Rasmus Rask Vendelbjerg er 28 ára gamall blaðamaður.
Rasmus Rask Vendelbjerg er 28 ára gamall blaðamaður. Ljósmynd/Aðsend

Var markmiðið alltaf að klára ferðalagið á sjö dögum?

„Já, það var alltaf markmiðið en þetta var þó mun meira en við höfum nokkru sinni lagt í áður þannig að einhver óvissa var tengd því. Eftir því sem á leið sáum við að þetta væri gerlegt og efldi okkur í að ná takmarkinu. Frændi minn býr líka á Íslandi og starfar sem leiðsögumaður og gaf okkur góð ráð. Hann sagði hinsvegar að sjö dagar væru of lítill tími sem varð okkur hvatning. Að sýna honum að við gætum þetta.“

Hringnum lokað á Skólavörðuholti.
Hringnum lokað á Skólavörðuholti. Ljósmynd/Aðsend

Var eitthvað sem kom ykkur á óvart?

„Við höfðum undirbúið okkur í nokkurn tíma og komið margoft til landsins, þannig að við vissum að miklu leyti hvað við værum að fara út í. Að því sögðu vorum við ekki undir það búnir hvað vindurinn hefði mikil áhrif. Heilu dagana hjóluðum við í miklum mótvindi sem hafði mikil áhrif bæði á líkamlegt og andlegt ástand. Það er lýjandi. Þá hafði hávaðinn í vindinum áhrif á samskiptin okkar í milli og gerði þau erfiðari.

Margir ökumenn hvöttu félagana áfram.
Margir ökumenn hvöttu félagana áfram. Ljósmynd/Aðsend

Fjölbreytni landslagsins kom okkur líka á óvart en okkur fannst eins og við hefðum farið í gegnum heila heimsálfu á leiðinni. Annað sem við gerðum ekki ráð fyrir var matarlystin sem maður fær eftir svona ferðalag. Við vorum óseðjandi í kjölfarið og veitingastaðir og barir í Reykjavík hafa notið góðs af því!“ 

Skyggnið var ekki alltaf gott.
Skyggnið var ekki alltaf gott. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig verður þáttaröðin?

„Við erum að reyna að vekja áhuga fólks á að velja sér óvenjulega áfangastaði til að hjóla á. Frakkland, Belgía, Ítalía og Spánn eru vinsælir staðir en aðrir staðir eru ekki minna spennandi til að hjóla á. Sjónarhornið er persónulegt þar sem áhorfandinn fær innsýn í sálarstríðið innra með manni og þær hindranir sem við þurfum að yfirstíga á svona krefjandi ferðalagi. Okkur finnst líka mikilvægt að sýna fram á að það sé hægt að skoða Ísland án þess að vera á bíl eða í þyrlu.

Meðalhraði var rétt undir 30 km/klst.
Meðalhraði var rétt undir 30 km/klst. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaiðnaðurinn blómstrar augljóslega á Íslandi en afleiðingarnar eru ekki alltaf góðar. Fólk kemur til að sjá hreina og ósnortna náttúru, en álagið á náttúruna er í samræmi við það og víða er fjöldi ferðamanna yfirgengilegur. Okkur langaði að sýna fólki fram á hvað það er frábært að njóta landsins og ferska loftsins á hjólum.“ 

Ferðalagið var lengi í undirbúningi.
Ferðalagið var lengi í undirbúningi. Ljósmynd/Aðsend
Besta veðrið var á norður- og austurlandi.
Besta veðrið var á norður- og austurlandi. Ljósmynd/Aðsend
Hjólreiðamennirnir ásamt kvikmyndatökuliðinu sem fylgdi þeim.
Hjólreiðamennirnir ásamt kvikmyndatökuliðinu sem fylgdi þeim. Ljósmynd/Aðsend
Erfiðustu aðstæðurnar eru þegar kuldi, bleyta og vindur sameinast.
Erfiðustu aðstæðurnar eru þegar kuldi, bleyta og vindur sameinast. Ljósmynd/Aðsend
Simon Thomsen er 28 ára gamall ljósmyndari.
Simon Thomsen er 28 ára gamall ljósmyndari. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
RENAULT TRAFIC III stuttur
RENAULT TRAFIC III stuttur Bíll sem er eins og nýr! Beinskiptur, Dísel, 2015 árg...