Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Afgerandi stuðningur við umferð

í fyrradag Undanfarið hafa verslunareigendur kannað sín í milli afstöðu til lokana á Laugavegi, Skólavörðustíg og í Bankastræti. Yfirgnæfandi meirihluti segist andvígur algerum lokunum á götunum. Niðurstöðurnar voru kynntar í dag á miklum hitafundi þar sem fólk gerði athugasemdir við framkvæmd könnunarinnar. Meira »

„Drullusama um framtíð krakkanna“

15.3. Stjórnmálastéttin fékk það óþvegið frá ungu kynslóðinni sem fjölmennti á Austurvöll í dag. Agla er nemandi í Laugarnesskóla sem var á mótmælunum og hennar skilaboð eru skýr. Stjórnmálamönnum sé „drullusama um framtíð krakkanna“ miðað við hvað verið sé að gera til að takast á við loftslagsbreytingar. Meira »

„Er bara alveg rosalegt klúður“

12.3. Krafa stjórnarandstöðunnar virðist afar skýr. Sigríði Á. Andersen er ekki sætt áfram sem dómsmálaráðherra. Þær Helga Vala Helgadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segja ráðherrann ábyrgan fyrir þeirri miklu óvissu sem íslenskt dómskerfi sé komið í og ómögulegt sé að sjá hana halda áfram í embætti. Meira »

Hóteleigendur þrifu herbergin

8.3. Rétt upp úr klukkan tíu í morgun voru hóteleigendur og rekstraraðilar byrjaðir að þrífa hótelherbergi þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. mbl.is var á staðnum þegar eigendur tóku til við þrifin. Forstjóri KEA hótela og eigandi Center Hotels eru sammála um að staðan sé grafalvarleg. Meira »

„Nammi, nammi gefðu okkur nammi!“

6.3. „Nammi, nammi, nammi gefðu okkur nammi!“, þannig hljómar frumsamið lag sem nokkrir krakkar fluttu í skiptum fyrir sælgæti í Kringlunni í dag. Þar var frábær stemning þótt engir hatarar hafi verið á svæðinu þegar mbl.is var að mynda. Meira »

Unir sér vel í Húsdýragarðinum

4.3. Álftin sem var aðframkomin á Urriðakotsvatni eftir að hafa fest sig í áldós kom í Húsdýragarðinn í hádeginu. Ekki er annað að sjá en að henni líki vistin vel og Ólafur Nielsen fuglafræðingur er bjartsýnn á að hún nái þar góðum bata. Hún var farin að skoða sig um í fuglabúrinu skömmu eftir komuna. Meira »

„Framtíðin okkar, aðgerðir strax“

22.2. „Framtíðin okkar, aðgerðir strax,“ ómaði á Austurvelli í hádeginu þar sem stúdentar og framhaldsskólanemar mótmæltu aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Fjölmenni var á fundinum sem var sá fyrsti í röð margra samkvæmt skipuleggjendum. mbl.is var á staðnum og það er ljóst að málefnið brennur á ungu fólki. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

15.2. „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »

„Aukaskrefin“ tryggja skólastarfið

18.3. „Það eru allir tilbúnir til að hjálpa okkur,“ segir Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla. Starfsfólk skólans hefur undanfarna daga þurft að bregðast við afar hraðri atburðarás sem hefur leitt til þess að skólastarfið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og félagsheimili Þróttar fram á sumar. Meira »

Eykur þrýsting á viðsemjendur

12.3. Ljóst var að úrslit úr kosningu um verkfallsaðgerðir innan VR hefði aldrei getað orðið jafn afgerandi og t.d. í Eflingu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns. Hins vegar sýni niðurstöðurnar að upplegg stjórnarinnar hafi verið rétt og nú sé kominn mikill þrýstingur á viðsemjendurna. Meira »

Samræma þarf viðmið um myglu

11.3. Samræma þarf verklag og viðbrögð í tengslum við mögulegar mygluskemmdir í húsnæði. Þetta er álit Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundasviðs borgarinnar, mismunandi niðurstöður tveggja skýrslna um ástandið í Fossvogsskóla sanni það. Samvinna ríkis og sveitarfélaga þurfi að vera meiri. Meira »

Stelpurnar komu, sáu og sigruðu

6.3. Það voru stelpurnar sem stálu senunni í undankeppni um titilinn Kokkur ársins sem haldin var í Hörpu í dag. Aldrei hafa fleiri matreiðslukonur tekið þátt en þær voru þrjár og allar komust þær í úrslitin. Iðunn Sigurðardóttir, matreiðslukona á Matarkjallaranum, vill fá enn fleiri til að taka þátt. Meira »

„Hann vissi að hann hafði mig“

4.3. „Hann sýndi mér allar fallegu hliðarnar þangað til að hann vissi að hann hafði mig. Þá byrjaði andlegt og síðar líkamlegt ofbeldi.“ Svona hljómar hluti af nafnlausri frásögn stúlku sem byrjaði í ofbeldissambandi 15 ára gömul. Á næstunni fá 4.500 unglingar fræðslu um mörk í nánum samböndum. Meira »

Kanna tónnæmi og taktvísi

25.2. Hugmyndir fólks um eigin tónlistarhæfileika eru ekki alltaf í samræmi við raunveruleikann. Nú gefst fólki kostur á að kanna eigin tónnæmi og taktvísi í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sem á að varpa ljósi á tengsl við raskanir á borð við lesblindu, málþroskaraskanir og jafnvel athyglisbrest. Meira »

Tölvupóstur er streituvaldur heima

19.2. „Bara það eitt að geta átt von á tölvupóst [er] nóg til að vera streituvaldandi,“ segir Steinar Þór Ólafsson sem flutti fyrirlestur um skaðlega vinnustaðamenningu í Hí í dag. Enn fremur séu væntingar um tölvupósta streituvaldur hjá öðru heimilisfólki, þetta hafi nýleg rannsókn leitt í ljós. Meira »

Brúin á milli Nepals og Íslands

6.2. „Ég held að oft þegar fólk veikist þá leiti það að einhverju og mér fannst ákveðin lógík yfir búddísku fræðunum, það er ekkert verið að predika yfir manni,“ segir Brandur Karlsson sem er á leið til Nepals að kynna sér austræna nálgun í heilbrigðismálum en einnig til að mála og miðla eigin reynslu. Meira »