Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Sveigja á milli hraðahindrana

í fyrradag Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin sem er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

Gervitunglið sem kemst í bakpoka

15.1. Það lætur ekki mikið yfir sér gervitunglið sem er til sýnis í HÍ. Tækið sjálft er einungis 4 kíló að þyngd en safnar 5-6 terabætum af gögnum á degi hverjum en slík gagnasöfnun verður sífellt umfangsmeiri og það er hlutverk fólks að hanna algóritma til að lesa úr gögnunum. mbl.is kíkti á gripinn. Meira »

4.700 km ferðalag Norður og niður

28.12. „Ég hef verið mjög ánægður með bygginguna og hugmyndina að baki hátíðinni,“ segir Bandaríkjamaðurinn Brendan Murphy sem er staddur hér á landi vegna Norður og niður-hátíðarinnar sem nú stendur yfir í Hörpu. Hann ætlar ásamt kærustu sinni Lauren Hayden á tónleika Sigur Rósar á föstudag og laugardag. Meira »

Fyrsta íslenska fötlunarpönkið

19.12. Síðustu mánuði hefur hópur krakka með ýmsar fatlanir verið á tónsköpunarnámskeiði hjá List án landamæra. Afraksturinn er hljómsveitin Gunnar and the Rest, en þeim var kennt að fara sínar eigin leiðir í tónlist í anda pönksins. mbl.is kíkti á æfingu hjá sveitinni sem er búin að gefa út vínylplötu. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

10.12. „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tekjur tónlistarfólks rannsakaðar

24.11. „Það eru til litlar tölur um það hvernig íslenska tónlistarhagkerfið virkar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón, um könnun sem skrifstofan stendur fyrir á efnahagslegu umhverfi tónlistarmanna. Upplýsingarnar geta skapað forsendur fyrir aukinni fjárfestingu innan tónlistargeirans. Meira »

Grái kötturinn farinn í hundana

6.11. Kaffihúsið Grái kötturinn er farið í hundana í bókstaflegri merkingu en í síðastliðinni viku voru hundar þar boðnir velkomnir. „Það hafa ekki verið nein vandamál. Öðrum gestum, sérstaklega útlendingum, finnst þetta skemmtilegt,“ segir Ásmundur Helgason, eigandi kaffihússins. Meira »

„Ætla að skíta á stöðina hjá þér“

27.9. „Ég ætla að skíta á stöðina hjá þér, þú getur treyst á það,“ sagði ökumaður grunaður um fíkniefnaakstur við lögreglukonuna Arnþrúði Maríu Felixdóttur eftir að hún tilkynnti honum að hann þyrfti koma á lögreglustöðina í þvagprufu. mbl.is kíkti með tveimur lögreglukonum á vaktina í síðustu viku. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

16.1. Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

„Ekki neitt verksmiðjuferli“

7.1. „Ég geri þetta allt í höndunum. Þetta er ekki neitt verksmiðjuferli,“ segir gítarsmiðurinn Gunnar Örn Sigurðsson sem hefur vakið athygli fyrir handverk sitt, sérsmíðaða gítara sem hann selur hér heima og erlendis. mbl.is kíkti á Gunnar Örn sem hefur smíðað gítara fyrir marga þekkta gítarleikara. Meira »

„Veitir þvílíka gleði“

26.12. Þrisvar í viku fer Svanur Þorsteinsson að hjóla með aldraða Kópavogsbúa um Kópavogsdalinn á svokölluðu Kristjaníuhjóli. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef nokkurn tíma gert, að sjá hvað fólk fær mikla gleði og ánægju út úr þessu,“ segir Svanur, sem hefur hjólað sem sjálfboðaliði í hálft annað ár. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

17.12. Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

Skiptir miklu máli að vera fyrstur

30.11. „Mér finnst skipta mjög miklu máli að geta verið fyrirmynd einhverra sem eiga erfitt með að viðurkenna eða sætta sig við kynhneigð sína,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra en hann verður fyrsti samkynhneigði karlráðherra þjóðarinnar. mbl.is ræddi við Guðmund Inga í dag. Meira »

„Aðblásturinn sjarmerandi“

16.11. Ana Stanicevic fékk áhuga á íslensku og norrænum tungumálum sem ung stúlka í Serbíu. Hún hefur nú búið hér á landi í sex ár og kennir íslensku í Hí sem stundakennari. Hún segir margt vera heillandi og sérstakt við íslenskuna t.a.m. aðblásturinn þegar borinn er fram sérhljóði á undan samhljóðaklasa. Meira »

Stýra tónlistinni með hringnum

31.10. Nokkrir ungir frumkvöðlar hafa hannað og framleitt hring sem gerir gerir fólki kleift að stjórna tónlist með handahreyfingum. Verkefnið byrjaði sem lokaverkefni í rafmagnsverkfræði en strákarnir eru farnir að taka niður fyrstu pantanir og munu kynna hringinn á Airwaves hátíðinni. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfsskaða

24.9. Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »