Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Frelsi til að vera frábær

10.8. Fólk getur sleppt sér í dansi og haft litlar áhyggjur af viðbrögðum annara í félagsskap hinsegin fólks að sögn Rebeccu Hidalgo danskennara sem stýrði dansnámskeiði á Hinsegin dögum í Safnahúsinu í dag. Áhersla var lögð á að öðlast frelsi og styrk í gegnum dansinn og stemningin var frábær. Meira »

Máluðu regnboga í brúðkaupsferð

7.8. Þau Jenny og Shane Shoaf sem eru stödd í brúðkaupsferð hér á landi gripu tækifærið í dag til að mála Skólavörðustíginn í litum regnbogans við setningu Hinsegin daga í Reykjavík. Shoaf-hjónin eru bæði kennarar frá Ohio í Bandaríkjunum og segja það mikilvægt að allir hafi tækifæri til að vera hamingjusamir. Meira »

Hótel allt í kring en leyfi hafnað

28.4. Hjónin Birna Björgvinsdóttir og Jón Hermannsson hafa á undanförnum 11 árum eytt orku, tíma og miklum fjármunum í að gera upp hús frá árinu 1887 sem stendur við Veltusund 3B. Hugmyndin er að á efri hæðum hússins verði 5 litlar íbúðir til útleigu fyrir ferðamenn. Borgin neitar þó að leyfa starfsemina. Meira »

„Hvernig er hægt að segja nei?“

18.4. „Kæri vinur, forseti Íslands. Viltu heiðra okkur með nærveru þinni á morgun, miðvikudag?,“ svona hefst bréf sem Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands barst í gær frá fjórum leikskólastúlkum á leið á HM í skák í Albaníu. Ekki stóð á forsetanum sem var mættur í morgun til að kveðja stúlkurnar. Meira »

„Okkur gengur vel“

12.4. „Það er alveg smá mál en okkur gengur vel,“ segir Hildur Anna Geirsdóttir um verkefni sem hún vinnur að ásamt öðrum krökkum á unglingastigi í Kópavogi. Verkefnið er þróun á forriti fyrir snjalltæki sem kynnir íslenska myndlist fyrir fólki og sérstaklega yngstu kynslóðinni. Meira »

Spjaldtölvuvæðing skóla rannsökuð

4.4. „Við hefðum kosið að áður en verkefnið hófst hefði staðan verið tekin þannig að við gætum metið árangur barnanna,“ segir Erling Ragnar Erlingsson sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun um spjaldtölvuvæðingu í grunnskólum. Þar hefur Kópavogsbær verið í fararbroddi en framundan er mat á verkefninu. Meira »

Gagnrýnir spjaldtölvuvæðingu skóla

3.4. „Skjátími barna og unglinga er þegar orðinn langur, þannig að þegar spjaldtölvuvæðingin í skólanum kemur ofan á, þá verður hann enn lengri,“ segir Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir hjá Bugl. Hann hvetur yfirvöld til að draga úr notkun á spjaldtölvum í námi á meðan gagn þess er óþekkt. Meira »

Uglan fékk gúllas í hádeginu

28.3. Uglan sem dýralæknirinn Sara Thorarensen hlúir er smám saman að braggast. mbl.is fékk að fylgjast með þegar hún fékk gúllas í hádeginu í dag sem hún virtist nokkuð ánægð með og hún lygndi aftur augunum þegar Sara strauk henni um höfuðið á milli bita. Meira »

Beikon-presturinn gifti í dalnum

9.8. Sá sérstæði atburður átti sér stað í Húsdýragarðinum í dag að beikon-presturinn John Whiteside gaf saman hrútinn Grámann og ána Krúnu við það sem einhver myndi kannski kalla hátíðlega athöfn í dag. mbl.is var á staðnum en ríflega 20 þúsund manns eru í Beikon-söfnuðinum í Las Vegas. Meira »

Deyjandi svanurinn að málverki

29.4. „Dansinn er list augnabliksins, maður dansar og svo verður það að minningu. Okkur langaði til að skoða hvort maður gæti á einhvern hátt gert þessa hreyfingu varanlega,“ segir dansarinn og danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir um verkefni hennar og myndlistarmannsins Helga Más Kristinssonar. Meira »

Hin lánsömu yfirgefa ekki húsið

26.4. „Þetta er mjög auðug fjölskylda sem býr í húsinu sínu en gjaldið fyrir velsældina eru strangar reglur og ein þeirra er að þau mega aldrei yfirgefa húsið.“ Svona lýsir slóvaski danshöfundurinn Anton Lachky nýju verki sínu sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á föstudag. mbl.is kíkti á æfingu. Meira »

„Hvað ertu að gera Andrea?“

16.4. „Hvað ertu að gera Andrea?“ spyrja vinir Andreu Óskar Sigurbjörnsdóttur ungan tómstundafræðinema sem býr á þjónustuheimili fyrir aldraða, skipuleggur viðburði og blandar geði við heimilisfólk. Andrea segir þó að þeir séu fljótir að sjá hversu sniðugt það sé. Meira »

„Ekki talað við okkur“

10.4. „Við upplifum að það sé ekki talað við okkur,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin stóðu fyrir fjölmennum mótmælum við Velferðarráðuneytið í dag til að hvetja stjórnvöld til að tryggja framtíð Hugarafls. Mótmælin voru þögul en það er ljóst að fólk á mikið undir starfinu. Meira »

Frægar lögsóknir um höfundarrétt

4.4. Mörg dæmi eru um lögsóknir vegna höfundarréttarmála í poppsögunni en Jóhann Helgason hyggst láta reyna á lögin vegna lagsins „You Raise Me Up“ eftir Norðmanninn Rolf Løvland vegna líkinda við lag hans „Söknuð“. mbl.is rifjaði upp nokkur þekkt mál. Meira »

16-18 ára fá að kjósa í borginni

1.4. Ungt fólk 16-18 ára mun geta tekið þátt í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík þann 26. maí næstkomandi. Samþykkt hefur verið í borgarráði að veita hópnum rétt til að kjósa í ráðgefandi kosningu og getur fólk skráð sig til þátttöku á netinu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks mótmæla ákvörðuninni. Meira »

Hrist upp í tilverunni

26.3. Hljómsveitin Ateria bar sigur úr býtum í Músíktilraunum um helgina. Sveitina skipa 3 stelpur og þær segja að sigurinn hafi komið þeim mikið á óvart. „Við bjuggumst ekki einu sinni við því að komast í úrslitin,“ segir Eir Ólafsdóttir. Framundan er mikil dagskrá og ljóst að sigurinn breytir miklu. Meira »