Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Færri nýskráningar í jólaaðstoð

Í gær, 13:00 „Það eru ekki eins margir nýir og við höfum oft verið að skrá,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem frestur til að sækja um jólaaðstoð rennur út í dag. Tilfinningin sé sú að jafnvel séu þeir færri sem þurfi að sækja um úrræðið í ár en áður. Meira »

Sit við hlið framtíðar forsetans

25.11. „Ég vona ég að ég geti sagt að ég hafi í dag setið við hlið framtíðar forseta Sómalíu,“ sagði Neven Mimica, yfirmaður alþjóðasamvinnu og þróunarmála hjá ESB í beinni útsendingu um Najmo Fiyasko. Hún hefur búið hér í 4 ár og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir mannréttindabaráttu sína. Meira »

Gengið inn í ævintýri

18.11. „Mig langaði að fólk myndi ganga inn í ævintýri,“ segir Þórunn Sigþórsdóttir leikstjóri um sýningu Íslensku Óperunnar um Hans og Grétu sem verður frumsýnd í Norðurljósasal Hörpu um næstu helgi. Verkið er stór þáttur í jólahaldi víða í Evrópu og reynt er að undirstrika það í sviðsmyndinni. Meira »

Hjólað til minningar um Eggert

6.11. Fyrir réttu ári síðan lést Eggert Þorfinnsson í slysi á Sæbraut þar sem hann hjólaði við hvert tækifæri. Í dag komu börn hans, ættingjar og vinir saman við Kirkjusand og hjóluðu stuttan spöl til að minnast Eggerts og vekja athygli á öryggi hjólreiðafólks í umferðinni. Meira »

Skóhorn teygð í borgarlínudans

31.10. Þessi forvitnilega fyrirsögn á sér rætur í viðburði á Vitatorgi í dag þar sem borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar tóku við skóhornum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sem eru með takka sem nýtist við að prufa rafhlöður í reykskynjurum. Engum var hleypt út fyrr en eftir að hafa stigið línudans. Meira »

Bernstein-uppsetning í Tjarnarbíói

28.10. Það er ekki á hverjum degi sem verk eftir bandaríska tónskáldið Leonard Bernstein eru sett upp hér á landi en það gerist nú um helgina þegar djass-óperan Trouble in Tahiti verður frumsýnd í Tjarnarbíói. Uppsetningin er liður í Óperudögum í Reykjavík og mbl.is leit inn á æfingu í vikunni. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

21.10. Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »

„Ég verð að halda á myndavélinni“

13.10. „Ég nota ekki dróna, ég vil gera þetta sjálfur,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem opnar sýningu á myndum af íslenskum jöklum í dag. „Mér myndi ekki líða vel með það að hafa ekki smellt af sjálfur. Ég verð að halda á myndavélinni,“ heldur hann áfram en margar myndirnar eru teknar á flugi. Meira »

Konurnar sem brutu „glerþakið“

27.11. Um 400 kven­leiðtog­ar frá um 100 lönd­um eru nú á fyrsta Heimsþingi kven­leiðtoga í Hörpu. Þetta eru konur sem að hafa brotið „glerþakið“ og gert hluti sem ekki margar konur hafa gert að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnaformanns Woman political Leaders. mbl.is kom við í Hörpu í dag. Meira »

Vampírustyttan komin heim

19.11. Myndarleg stytta af Barða Jóhannssyni, tónlistarmanni, sem nú er til sýnis á Rokksafni Íslands var afhjúpuð á föstudag. Þar sést Barði munda gerðarlegan hníf með lítinn rakka í ól sér við hlið en hann er með andlit Barða og blóðugar vígtennur. Hugmyndin kom frá Barða sjálfum. Meira »

Með lífstíðararmbönd á Airwaves

9.11. Allt frá því að Airwaves-hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 1999 hafa þeir David Fricke sem er ritstjóri hjá Rolling Stone og Leigh Lust sem hefur starfað í tónlistabransanum í þrjá áratugi verið fastagestir. Nú eru þeir með lífstíðararmbönd á hátíðina og voru heiðraðir við setningu hennar. Meira »

„Ætlaði að stappa í hann stálinu“

1.11. „Ég ætlaði að stappa í hann stálinu,“ segir Kjartan Björnsson, sem kom fljótt á vettvang í eldsvoðanum á Selfossi í gær, hann ólst upp í húsinu á móti og húsráðandi í húsinu sem brann er æskuvinur hans og ræddust þeir stuttlega við. Hann segir hafa verið dapurlegt að koma að húsinu í ljósum logum. Meira »

Aðeins öðruvísi Airwaves

31.10. Airwaves-hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í næstu viku. Nú er hátíðin í höndum nýrra rekstraraðila sem lofa sama stuðinu en einhverjar áherslubreytingar verða líka þar sem fleiri viðburðir verða yfir daginn sem eingöngu verða í boði fyrir miðahafa. Meira »

„Erum bara með þetta“

24.10. Stelpurnar og strákurinn sem undanfarnar vikur hafa verið í námskeiði um sögu Feminismans í Kvennaskólanum biðu Kvennafrídagsins með eftirvæntingu og höfðu gert skilti og boli af tilefninu. Stelpurnar segja jafnöldrur sínar vera áhugasamar um jafnréttisbaráttuna og fylgjast vel með. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

19.10. „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

Nýjar þyrlur kynntar Gæslunni

10.10. Fram undan er útboð vegna þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæsluna. Undanfarna daga hafa fulltrúar bresk-ítalska þyrluframleiðandans Leonardo verið hér á landi og kynnt AW 189-þyrluna fyrir Landhelgisgæslunni. Í dag gafst fjölmiðlum kostur á skoðun en breska strandgæslan keypti slíkar þyrlur á dögunum. Meira »