Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

21.10. Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »

„Ég verð að halda á myndavélinni“

13.10. „Ég nota ekki dróna, ég vil gera þetta sjálfur,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem opnar sýningu á myndum af íslenskum jöklum í dag. „Mér myndi ekki líða vel með það að hafa ekki smellt af sjálfur. Ég verð að halda á myndavélinni,“ heldur hann áfram en margar myndirnar eru teknar á flugi. Meira »

„Horfir upp undir iljarnar“

9.10. Jón Gunnarsson, íbúi við Hraunteig í Reykjavík, er ósáttur við framkvæmdir á lóð við hlið sinnar. Verið er að byggja einbýlishús þar en lóðin var hækkuð um meira en metra við framkvæmdirnar. „Maður horfir upp undir iljarnar á nágrannanum,“ segir Jón sem gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar í málinu. Meira »

„Ég er bara atvinnulaus“

28.9. „Ég er bara atvinnulaus,“ segir Þórunn Kjartansdóttir sem sinnt hefur afgreiðslu í Hvalfjarðargöngunum síðastliðin 20 ár. Þrátt fyrir að vera að missa vinnuna er hún þó ánægð með að vera að skipta um gír og er komin með nóg af vaktavinnunni. mbl.is fylgdist með þegar gjaldtöku lauk í göngunum í dag. Meira »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

21.9. „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

Geimhíbýli þróuð í Stefánshelli

14.9. Margt mælir með því að fyrstu híbýli manna í geimnum verði neðanjarðar í hellum. Fyrirtækið 4th Planet logistics vinnur nú að því að þróa leiðir til að kortleggja og gera hella á tunglinu og Mars byggilega í Stefánshelli í Hallmundarhrauni. Meira »

Lagnakerfið mælt upp á millimetra

5.9. Dróni mælir nú ástand og þykkt hitaveitulagna á höfuðborgarsvæðinu með sónartækni. Tæknin byltir viðhaldi lagnakerfisins að sögn verkefniststjóra hjá Veitum en dróninn getur mælt yfirborð og þykkt hitaveitulagna upp á millimetra og safnar 10 gígabætum af gögnum á hverja 100 metra sem hann mælir. Meira »

Hjóluðu hringinn á sjö dögum

2.9. Í seinni hluta ágústmánaðar hjóluðu tveir danskir ofurhugar hringinn um Ísland á sjö dögum. Þeir Simon Thomsen og Rasmus Rask Vendelbjerg hjóluðu í 7-8 klukkustundir á degi hverjum og náðu að fara um 160-240 kílómetra en meðalhraði þeirra var rétt undir 30 km/klst. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

19.10. „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

Nýjar þyrlur kynntar Gæslunni

10.10. Fram undan er útboð vegna þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæsluna. Undanfarna daga hafa fulltrúar bresk-ítalska þyrluframleiðandans Leonardo verið hér á landi og kynnt AW 189-þyrluna fyrir Landhelgisgæslunni. Í dag gafst fjölmiðlum kostur á skoðun en breska strandgæslan keypti slíkar þyrlur á dögunum. Meira »

Trommusláttur, átök og táragas

6.10. Hlutirnir gerðust hratt í lok árs 2008 við fall bankanna þegar fjöldi fólks tapaði stórum hluta eigna sinna og íslenska ríkið var á barmi gjaldþrots. Mikil reiði fólks fékk útrás við banka og opinberar byggingar. Þá var mbl.is að byrjað að gera myndskeið og á mikið af myndefni sem lýsa ástandinu vel. Meira »

Íþaka gerð upp með gömlum tólum

23.9. Nú standa yfir endurbætur á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Húsið á sér langa sögu en það var byggt á árunum 1866-67 en eitthvað kunnu menn fyrir sér í að byggja á þeim tíma því húsið þykir í góðu ástandi og ekki bólar á myglu þar. Gömul verkfæri eru notuð við framkvæmdina. Meira »

Vinnuvélar slá taktinn í miðbænum

20.9. Framkvæmdirnar við Hótel Reykjavík sem nú rís í Lækjargötu hafa ekki farið fram hjá þeim sem stunda nám og starfa í miðbænum. Þung taktföst högg stórvirkra vinnuvéla heyrast langar vegalengdir en í næsta nágrenni eru vel á annað þúsund nemendur á hverjum degi í Kvennaskólanum, MR og Tjarnarskóla. Meira »

Belgingur í miðbænum

11.9. Stuðningsmenn belgíska knattspyrnulandsliðsins eru áberandi í miðbænum í dag. Það er óhætt að segja að þeir séu bjartsýnir fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld. mbl.is hitti nokkra þeirra áðan og fékk þá til að rýna í leikinn í kvöld. Meira »

„Ætti alls ekki að geta gerst“

3.9. „Í raun og veru ætti þetta alls ekki að geta gerst,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður um brunann á Þjóðminjasafni Brasilíu. Tjónið segir hún ekki bara bundið við Brasilíu heldur séu slík verðmæti hluti af heildarmenningararfi alþjóðasamfélagsins. Meira »

Mikill ryðsveppur á trjágróðri

2.9. „Í ár virðist þetta vera víða og plöntur illa farnar margar hverjar,“ segir Steinn Kárason garðyrkjumeistari og á við ryðsvepp sem herjar í meiri mæli á trjágróður í ár en alla jafna. Steinn segir að líklega sé slæmu sumri um að kenna og að ef maðkur herji á sama tíma á plönturnar geti þær skaðast. Meira »