Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

í gær Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Í allt að sex tíma á dag í símanum

12.2. „Maður er alltaf að pæla í því hvað aðrir eru að gera í staðinn fyrir að einbeita sér að sjálfum sér,“ segir hinn 18 ára gamli Flóki Sigurjónsson um samfélagsmiðla sem hann hætti að nota um áramótin. Hann finnur mikinn mun: Betra sé að halda einbeitingu, svefninn sé betri og tíminn nýtist betur. Meira »

„Ég var farinn að trúa á álfa“

2.2. „Ég var farinn að trúa á álfa,“ segir Ingvar Hjálmarsson fyrrum netstjóri á mbl.is er hann rifjar upp aðsóknina sem mbl.is hefur fengið í gegnum tíðina, tölurnar hafi verið svo ótrúlegar. Í dag eru 20 ár frá því að mbl.is fór í loftið og hefur síðan verið helsti viðkomustaður þjóðarinnar á netinu. Meira »

Bolurinn farinn að kaupa vínyl

22.1. Nú þegar tísku- og lífsstílsverslanir og búðir á borð við Tiger eru byrjaðar að selja vínylplötur er ljóst að hinn almenni kaupandi er farinn að kaupa sér tónlist á vínyl. Þetta endurspeglast í söluæstu titlum síðasta árs. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

16.1. Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

„Ekki neitt verksmiðjuferli“

7.1. „Ég geri þetta allt í höndunum. Þetta er ekki neitt verksmiðjuferli,“ segir gítarsmiðurinn Gunnar Örn Sigurðsson sem hefur vakið athygli fyrir handverk sitt, sérsmíðaða gítara sem hann selur hér heima og erlendis. mbl.is kíkti á Gunnar Örn sem hefur smíðað gítara fyrir marga þekkta gítarleikara. Meira »

„Veitir þvílíka gleði“

26.12. Þrisvar í viku fer Svanur Þorsteinsson að hjóla með aldraða Kópavogsbúa um Kópavogsdalinn á svokölluðu Kristjaníuhjóli. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef nokkurn tíma gert, að sjá hvað fólk fær mikla gleði og ánægju út úr þessu,“ segir Svanur, sem hefur hjólað sem sjálfboðaliði í hálft annað ár. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

17.12. Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

19.2. „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

„Spennandi að sjá hvað kemur“

11.2. Það berst ýmislegt í söfnunargáma Grænna skáta þar sem tekið er á móti álkertum og dósum. Í Árbænum starfar hópur manna í verkefninu „Atvinna með stuðningi“ sem flokkar álið áður en það fer í Endurvinnsluna. Strákarnir tóku vel á móti mbl.is í vikunni og sögðu frá störfum sínum. Meira »

Púðarnir ekki á réttum stöðum

24.1. Púðarnir sem hægja á umferð við Ánanaust, á Nauthólsvegi og víðar í borginni eru hannaðir til að vera í götum þar sem hámarkshraði er minni. Í götunum er hámarkshraði 50 km/klst. en púðarnir ættu að vera þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Þetta viðurkennir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

17.1. Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin sem er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

Gervitunglið sem kemst í bakpoka

15.1. Það lætur ekki mikið yfir sér gervitunglið sem er til sýnis í HÍ. Tækið sjálft er einungis 4 kíló að þyngd en safnar 5-6 terabætum af gögnum á degi hverjum en slík gagnasöfnun verður sífellt umfangsmeiri og það er hlutverk fólks að hanna algóritma til að lesa úr gögnunum. mbl.is kíkti á gripinn. Meira »

4.700 km ferðalag Norður og niður

28.12. „Ég hef verið mjög ánægður með bygginguna og hugmyndina að baki hátíðinni,“ segir Bandaríkjamaðurinn Brendan Murphy sem er staddur hér á landi vegna Norður og niður-hátíðarinnar sem nú stendur yfir í Hörpu. Hann ætlar ásamt kærustu sinni Lauren Hayden á tónleika Sigur Rósar á föstudag og laugardag. Meira »

Fyrsta íslenska fötlunarpönkið

19.12. Síðustu mánuði hefur hópur krakka með ýmsar fatlanir verið á tónsköpunarnámskeiði hjá List án landamæra. Afraksturinn er hljómsveitin Gunnar and the Rest, en þeim var kennt að fara sínar eigin leiðir í tónlist í anda pönksins. mbl.is kíkti á æfingu hjá sveitinni sem er búin að gefa út vínylplötu. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

10.12. „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »