Hallur Már Hallsson

Hallur Már hóf störf á Morgunblaðinu árið 2011 á menningardeild en hefur nú umsjón með gerð myndskeiða fyrir mbl.is. Hann er með B.A. gráðu í sagnfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að M.A. ritgerð í samtímasögu við sama skóla.

Yfirlit greina

Allt með kyrrum kjörum hjá Báru

2.7. Bára Halldórsdóttir ýmist sat eða lá og prjónaði þegar mbl.is bar að garði í Listastofunni í JL-húsinu í dag. Hún er nú á þriðja degi í gjörningi sínum INvalid/ÖRyrki þar sem hún veitir áhorfendum innsýn í líf öryrkja. Á náttborðinu má sjá bókina: Your Silence Will Not Protect You. Meira »

Talbankinn er handan við hornið

27.6. Raddstýrð bankaþjónusta er handan við hornið og nokkrir nýútskrifaðir tölvunarfræðinemar frá HR hafa að undanförnu unnið drög að fyrstu slíku þjónustunni í samstarfi við Landsbankann. Talbankinn nefnist app sem er í þróun og þar er hægt að framkvæma einfaldar aðgerðir á borð við millifærslur. Meira »

Helga landaði laxi með glæsibrag

20.6. Reykvíkingur ársins 2019 er Helga Steffensen, sem hefur skemmt yngstu kynslóðinni í 40 ár með Brúðubílnum, og hún fékk því fyrst allra að renna fyrir lax í Elliðaánum í morgun. Þrátt fyrir hæga byrjun á laxveiðisumrinu átti hún ekki í vandræðum með að krækja í fisk. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

16.6. „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anne Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Ráðgátan í Breiðholti leyst?

4.6. Undanfarið hafa Breiðhyltingar og aðrir vegfarendur í Neðra-Breiðholti veitt gæs nokkurri eftirtekt þar sem hún hefur haldið til við hringtorg í Stekkjarbakka, ein síns liðs. Hún er örugg með sig, stöðvar umferð og stuggar við fólki ef svo ber við. Ýmsar getgátur hafa verið settar fram um hegðunina. Meira »

Hver er formúlan hvað er trikkið?

1.6. Í um þrjá áratugi hafa íslenskir tónlistarmenn náð einstökum árangri á heimsvísu en nú er komið að því færa viðskiptaþróunina, sem gerir slíka velgengni mögulega, hingað heim. Sigtryggur Baldursson hjá Útón segir marga líta til Íslands þegar kemur að tónlist en hann vill efla viðskiptahliðina. Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

22.5. „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Þá er friðurinn úti“

15.5. „Þegar þessu lauk fyrir nokkrum árum, þá var yfirlýsing um það að nú yrði látið staðar numið. Það yrði friður og það yrðu grið. Á það trúum við jafnsterkt eins og þá,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruverndarsinni og formaður Hraunavina. Samtökin leggjast alfarið gegn lagningu hjólastígs í Gálgahrauni. Meira »

Hælisleitendur á hip-hop námskeiði

30.6. Hælisleitendur, flóttafólk og þeir sem eru með íslensku sem annað tungumál í bland við íslensk ungmenni á aldrinum, allir á aldrinum 16-20 ára, hafa undanfarna viku verið á hip-hop námskeiði í Árseli. Hugmyndin er að valdefla þátttakendur, veita þeim tól til tjáningar og skapa samtal. Meira »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

25.6. Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

11 sem verða 100 á árinu í veislu

18.6. Það er ekki á hverjum degi sem 11 manneskjur sem verða hundrað ára á árinu komi saman í gleðskap en það var raunin á Hrafnistu í dag og tilefnið var 75 ára afmæli lýðveldisins. Alls verða 25 Íslendingar 100 ára gamlir á árinu og hefur þeim fjölgað verulega sem ná þessum aldri. Meira »

„Fólk er furðu lostið hérna“

14.6. „Fólk er furðu lostið hérna, það skilur þetta enginn,“ segir Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynju við Laugaveg, þar sem byrjað var að aka í öfuga átt við það sem hefur tíðkast í áratugi, í morgun. Hann segir breytinguna ekki til góðs og að mikið hafi verið um að bílar hafi ekið á móti umferð í dag. Meira »

Sorpurðun í uppnámi

3.6. Framkvæmdastjóri Sorpu segir fátt annað í stöðunni en að framlengja þann tíma sem urða má sorp í Álfsnesi sem rennur út í lok árs 2020. Íbúar í Leirvogstungu segja það óásættanlegt og treysta því að samkomulagið standi. Verði því ekki framlengt þarf lausnir til að urða 30-60 þúsund tonn á ári. Meira »

Háspennulagnir flækja viðgerðina

27.5. Búast má við að lagfæring bryggjunnar við Kleppsbakka taki tvo mánuði að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Eitt af því sem flækir framkvæmdina eru háspennulagnir við skemmdirnar. Panta þarf sérstakar stálplötur til landsins og viðgerðir geta ekki hafist fyrr en þær koma. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

20.5. „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

105 viðskiptahugmyndir fæðast í HR

14.5. Fjárfesting í áhrifavöldum, hreyfanlegar drónastöðvar ofan á strætisvögnum og fjárfestingarapp. Þetta eru dæmi um viðskiptahugmyndir sem nemendur í HR keppast við að þróa þessa dagana í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Meira en 500 nemar í 105 hópum vinna að útfærslu á hugmyndum sínum. Meira »