Upplifði óskiljanlegar hörmungar

Fjöldi fólks kom saman á Arnarhóli í dag til að sýna Nígeríumanninum Uhunoma Osayomore stuðning í umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. Nú hafa ríflega 32 þúsund manns skorað á stjórnvöld að endurskoða synjun á umsókninni.

Í myndskeiðinu má myndir af viðburðinum og þar er rætt við Ívar Pétur Kjartansson, vin Uhunoma, sem segir með ólíkindum að kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og Útlend­inga­stofn­un hafi komist að því að hann væri öruggur í Nígeríu miðað við sögu hans. Á meðan Íslendingar hafi verið að horfa á íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafi Uhunoma „upplifað einhvers konar hörmungar sem maður getur ekki skilið“, segir Ívar Pétur.

Mótmæli á Arnarhóli vegna brottvísunar Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore
Mótmæli á Arnarhóli vegna brottvísunar Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore mbl.is/Kristinn Magnússon

Um helgina var rætt við Uhunoma sem lagði á flótta frá Níg­er­íu á barns­aldri og kom hingað til lands fyr­ir tæpu einu og hálfu ári. Hann ótt­ast að faðir hans drepi hann snúi hann aft­ur til Níg­er­íu en Osayomore varð vitni að því þegar faðir hans varð móður hans að bana.

Þar var einnig rætt við lög­mann­inn Magnús D. Norðdahl og Morg­ane Priet-Maheo en Osayomore hef­ur búið á heim­ili henn­ar og fjölskyldu hennar frá því í júlí.

Mótmæli á Arnarhóli vegna brottvísunar Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore
Mótmæli á Arnarhóli vegna brottvísunar Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore mbl.is/Kristinn Magnússon

Í pistli með und­ir­skrifta­söfn­un­inni er stutt­lega farið yfir sögu Uhunoma. 

„Uhunoma er 21 árs og er frá Níg­er­íu. Árið 2016, þegar hann var aðeins 16 ára, flúði hann frá heim­ili sínu í Níg­er­íu eft­ir að faðir hans myrti móður hans og yngri syst­ir lést af slys­för­um.

Hann fór til Lagos, höfuðborg­ar lands­ins, og lenti þar í hönd­um þræla­sala sem seldu hann man­sali og upp­hófst þar með hræðilegt ferðalag sem leiddi hann til Íslands í októ­ber 2019. Á leiðinni upp­lifði hann hrylli­lega hluti, varð vitni að morðum, var haldið föngn­um í fjár­húsi og varð ít­rekað fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi. Í þrjú ár bjó hann í flótta­mann­a­í­búðum á Ítal­íu.

Hann hóf ferðalagið sem barn en endaði á Íslandi sem ein­stæður full­orðinn maður.“

„Uhunoma þarfn­ast engr­ar aðstoðar ís­lenska rík­is­ins og á sér aðeins þá einu ósk að fá að lifa ótta­lausu lífi sem full­gild­ur borg­ari á Íslandi með fjöl­skyldu sinni og vin­um,“ seg­ir í pistl­in­um og jafn­framt:

„Nú er komið að því að ís­lensk stjórn­völd ætla að vísa Uhunoma úr landi, jafn­vel þótt hans málsmeðferð sé enn í gangi, og ætla stjórn­völd þannig, enn einu sinni, að vísa fórn­ar­lambi man­sals úr landi og til baka í aðstæður sem eru hon­um lífs­hættu­leg­ar.“

Mótmæli á Arnarhóli vegna brottvísunar Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore
Mótmæli á Arnarhóli vegna brottvísunar Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is