Umskipti í menntun

Icelandair ýtti nýverið nýrri nettækni- og greiningardeild úr vör.
Icelandair ýtti nýverið nýrri nettækni- og greiningardeild úr vör. Hanna Andrésdóttir

Árið 2007 voru nokkurn veginn jafn margir Íslendingar á aldrinum 25-64 ára með grunnskólapróf annars vegar og háskólapróf hins vegar. Nú eru þeir sem hafa lokið háskólaprófi á þessum aldri nærri tvöfalt fleiri.

Eftir efnahagshrunið var tekin ákvörðun um að hvetja atvinnulaust fólk til að mennta sig. Það birtist í fjölgun háskólanema, meðal annars í vísindum og tölvunarfræðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var menntamálaráðherra þegar menntunarátakið hófst.

„Við fórum í átaksverkefni sem ég hef verið mjög stolt af síðar meir. Við hvöttum fólk sem missti vinnuna í hruninu til að sækja sér menntun. Hluti af stefnumótun núverandi ríkisstjórnar er að fjárfesta meira í nýsköpun og þróun í gegnum nýjan þjóðarsjóð en sú fjárfesting gæti numið milljörðum á næstu árum.“

CCP ætlar í Vatnsmýrina

Áform tölvuleikjafyrirtækisins CCP um að flytja í nýjar höfuðstöðvar í Vatnsmýri eru óbreytt eftir að það var selt suðurkóreska fyrirtækinu Pearl Abyss. CCP hyggst koma sér fyrir í nýrri tæknibyggingu, Grósku, í desember 2019. Hún verður hluti af Vísindagörðum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru ekki áformaðar breytingar á starfsmannafjölda CCP. Um 190 starfa hjá félaginu á Íslandi.

Árni G. Magnússon, framkvæmdastjóri Grósku, segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á að flytja starfsemina í húsið sem verður stærsta tæknisetur landsins.

Kristinn Árni L. Hróbjartsson, stofnandi vefsíðunnar Northstack, segir styrki til sprotafyrirtækja í tölvutækni hafa margfaldast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert