Fór út að hjóla og kom aldrei aftur heim

Lára Sif Christiansen og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.
Lára Sif Christiansen og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson. mbl.is/Ásdís

„Ég var á hjólaæfingu í Öskjuhlíð; þetta var fyrsta fjallahjólaæfingin mín. Við vorum bara að æfa okkur og allt gekk vel. Við vinnufélagarnir hjá Icelandair höfðum verið að hjóla saman allan veturinn og sumarið áður, en alltaf á götuhjólum,“ segir Lára Sif Christiansen flugmaður sem lenti í alvarlegu og örlagaríku slysi í Öskjuhlíð fyrir rúmu ári.

Lára var í tæknilegri æfingu í smá grjóti og frá einni hæð yfir á aðra var lægð sem var aðeins of djúp til að hægt væri að stökkva yfir á hjólinu. „Brúin var í raun eins og planki sem lá þarna yfir. Ég var búin að fara yfir hann tvisvar og var í þriðju ferðinni minni. Ég fór ekki hratt, frekar of hægt ef eitthvað er, og hjólið skrikaði út fyrir. Þá skutlaðist ég fram yfir hjólið, en þetta var ekki mikið fall. Þetta var ekki glannaskapur og ég var með hjálm,“ segir Lára og útskýrir að hún hafi nánast dottið í hálfan kollhnís og lent á bakinu.

Lára lamaðist samstundis fyrir neðan brjóst og áttaði sig um leið á því. „Ég byrjaði bara að öskra. Ég vissi það,“ segir Lára sem hringdi strax í eiginmann sinn, Leif Grétarsson. „Vinnufélagar hans sáu hvernig hann fölnaði í framan. Ég öskraði í símann: Ég er lömuð, ég er lömuð, ég á aldrei eftir að geta gengið eða flogið.“ 

Í viðtalinu við Láru sem birtist í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins segja þau hjónin hvernig síðasta ár hefur verið en þau voru nýgift þegar slysið varð. Lára eyddi öllum sínum frítíma uppi á fjöllum áður en slysið varð, á skíðum eða þeysandi um á hjóli, og hefur þurft að læra á lífið upp á nýtt. 

mbl.is/Ásdís

„Maður hélt náttúrlega alltaf í vonina. Tíminn leið og það var talað um að mænusjokk gæti varað í allt að þrjá mánuði og það tæki tíma fyrir bólgur að hjaðna. En svo var ekkert að gerast,“ segir Lára og segir það hafa verið mjög skrítið að byrja lífið upp á nýtt. Lára bjó í gömlu húsi í miðbænum með þröngum stigum sem var ómögulegt fyrir hana að komast um eftir slysið. 

„Ég fór aldrei aftur í þá íbúð. Ég fór bara út að hjóla og fór aldrei aftur heim. Við keyptum svo þessa íbúð þegar ég lá ennþá inni á Grensási. Leifur og mömmurnar fóru að skoða og hún var bara keypt,“ segir Lára og hlær. 

Heldurðu að þú getir sætt þig við þetta?

„Maður verður bara að gera það. Ég hef ekki val og þá verður maður að gera það besta úr þessu fyrst þetta er skeð,“ segir hún og segist enn vera að vinna úr áfallinu en hver dagur sé aðeins betri en sá á undan.

„Ég er hætt að hugsa dagsdaglega; verð ég einhvern tímann aftur glöð? Nú er allt orðið aftur eðlilegt. Svo verður maður að læra að hlæja að alls kyns óþægilegum hlutum sem maður lendir í núna,“ segir hún og þau Leifur segjast oft skella upp úr vegna aðstæðna sem komi upp. Húmorinn er ekki langt undan, þrátt fyrir erfiðleikana.

Andlega og líkamlega styrkjandi

Í Reykjavíkurmaraþoni 2017 hlupu fjölmargir til styrktar Láru, en safnað var svo hún gæti komist á endurhæfingarstöð í Bandaríkjunum.

„Ég náði ekki utan um þetta allt, þetta var stórkostlegt. Ég fékk kveðjur frá ótrúlegasta fólki sem ég þekkti ekki einu sinni,“ segir Lára og segir þennan dag, mitt í sorginni, hafa verið mikinn gleðidag.

„Já, það var geggjað veður og rosa mikil gleði.“

Lára og Leifur gátu notað það fé sem safnaðist til þess að fara í þrjár ferðir til Denver í Colorado, þar sem þau dvöldu fimm til sex vikur í senn. Hún segir endurhæfinguna þar hafa reynst sér vel og verið á allt öðru plani en hér heima.

„Stöðin sérhæfði sig í heila- og mænuskaða. Það var margt fólk þarna inniliggjandi en þarna var mest ungt fólk. Það var svo gaman að umgangast það og heyra sögur þess. Það er eina fólkið sem skilur mig. Læknarnir mínir þarna úti voru tveir í hjólastól líka. Ameríkanar eru svo glaðir og opnir og þjálfararnir þarna voru allir svo hressir og reyndir og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára og útskýrir að mikið hafi verið lagt upp úr meðferð í gegnum tómstundir, útivist og hreyfingu.

mbl.is/Ásdís


Eftir endurhæfinguna í Denver fylltist Lára eldmóði og sá að ýmsir möguleikar væru í boði til þess að stunda hreyfingu og útivist þótt hún væri lömuð.

„Ég keypti mér götuhjól og við erum að hugsa um að kaupa okkur kajak, enda stutt að fara héðan út á sjó,“ segir Lára, en hún æfir sig oft á hjólinu meðfram strandlengjunni.

Hjónin virðast ekki láta neitt stoppa sig og nefna að hlutirnir gætu verið verri.
„Við erum líka þakklát fyrir að þetta fór ekki verr, sérstaklega eftir að við vorum þarna úti og sáum fólk sem var kannski ekki með kraft í höndum eða hafði lent í höfuðmeiðslum. Þetta gæti verið talsvert verra. Við getum gert gott úr því sem við höfum í dag, þó að það sé mikil breyting í lífinu,“ segir Leifur.

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.

Lára þurfti að leggja flugið á hilluna og var það henni mikið áfall. Draumastarfið var því ekki mögulegt lengur og þá kom sér vel allt námið sem hún lagði á sig áður en hún gerðist flugmaður en hún er með BS-próf i iðnaðarverkfræði og MA í fjármálahagfræði. Eftir að allri endurhæfingu var lokið var hún tilbúin að fara aftur út á vinnumarkaðinn og halda áfram með lífið. 

„Icelandair var búið að bjóða mér starf í verkfræðideildinni, en þau voru ekkert að pressa á mig. Það var auðvitað mikið áfall út af fyrir sig að geta ekki flogið, en ég fékk óvænt atvinnutilboð og er nú framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FIA). Mér líkar það mjög vel, starfið er mjög skemmtilegt og það er líka krefjandi að gera eitthvað allt annað en að fljúga,“ segir Lára, en hún er nú komin þar í fullt starf. 

Viðtalið birtist í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Innlent »

Allt að 53% munur á leikskólagjöldum

10:42 Leik­skóla­gjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykja­vík. Gjöld­in hækkuðu milli ára í þrettán af sex­tán sveit­ar­fé­lög­um lands­ins en lækkuðu í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri út­tekt verðlags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöld­um sveit­ar­fé­lag­anna. Meira »

Bilun í búnaði RB

10:36 Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gera það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi. Meira »

Fáir nota endurskinsmerki

10:33 Einungis tveir af tíu voru með endurskinsmerki samkvæmt könnun VÍS á endurskinsmerkjanotkun unglinga í grunnskóla og fólks á vinnustað. Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu en þar munaði mest um endurskin á töskum. Meira »

Opinn fundur vegna skipunar sendiherra

10:20 Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fer fram klukkan 10:30 í dag, en á fundinum verður til umræðu skip­un Geirs H. Haar­de og Árna Þórs Sig­urðsson­ar í embætti sendi­herra í ljósi um­mæla sem Gunn­ar Bragi lét falla um hög­un skip­un­ar­inn­ar á barn­um Klaustri í nóv­em­ber. Meira »

Setjast að samningaborðinu með SA

10:08 Fundur hófst hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins (SA) nú klukkan tíu. Er þetta þriðji fundur deiluaðila frá því að félögin fjögur vísuðu málinu til sáttasemjara. Meira »

Kæra tegundasvindl til lögreglu

09:17 Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á meintu tegundasvindli með fisk til útflutnings. Íslenskt fiskvinnslufyrirtæki er grunað um að hafa selt íslenskri umboðsverslun með fisk og fiskafurðir verðlitlar fiskafurðir (keilu) sem verðmeiri vöru (steinbít) á árunum 2010 og 2011. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »

Þrjú tímastjórnunarráð

07:49 Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Meira »

Morgunblaðið langoftast skoðað á timarit.is

07:37 Morgunblaðið er, eins og jafnan áður, langvinsælasti titillinn árið 2108 á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman tæplega 1.200 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Hægt er að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. Meira »

Breyting fjölgar ekki birtustundum

07:10 Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og kalt í veðri. Meira »

Úrkomudagarnir aldrei fleiri

06:30 Úrkomudagar í Reykjavík voru óvenjumargir í fyrra og hafa aldrei verið fleiri frá því mælingar hófust eða 261 talsins. Hæsti hiti ársins á landinu mældist 24,7 stig á Patreksfirði en mesta frost mældist 25,6 stig í Svartárkoti og við Mývatn. Meira »

Mundaði ljá á almannafæri

06:02 Lögreglan handtók mann á tvítugsaldri um fimmleytið í nótt sem mundaði ljá á förnum vegi í Breiðholtinu. Við öryggisleit kom í ljós að ungi maðurinn var einnig vopnaður piparúða. Meira »

Vilja hraða lagningu nýs sæstrengs

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) „leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar“. Meira »

Loðnan kemur þegar skilyrðin eru rétt

05:30 Upphafskvóti loðnu hefur ekki verið gefinn út og leiðangur sem er að ljúka gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.   Meira »

Eldri konum oft neitað um viðtal

05:30 Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur rannsakað stöðu eldri kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Búnaðarstofa rennur inn í ráðuneytið

05:30 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að búnaðarstofa verði hluti af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sjálfu, ekki undirstofnun ráðuneytisins, eftir flutning hennar frá Matvælastofnun. Meira »

Gæti opnast í næstu viku

05:30 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í gær. Hann var bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »
Til leigu .
Svefnherbergi og stofa með snyrtingu í Kópavogi . Leigan er kr. 90.þús. pr.mán....
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...