Þjóðverjar jákvæðastir í garð Íslands

Kátir þýskir ferðalangar í Reykjavík.
Kátir þýskir ferðalangar í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Viðhorf í garð Íslands eru jákvæð samkvæmt nýrri könnun sem var gerð í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku fyrir Íslandsstofu.

Svarendur voru á aldrinum 25-65 ára, fólk sem ferðast minnst einu sinni á ári. Alls 1.000 manns frá hverju markaðssvæði svöruðu.

Um 70% aðspurðra voru jákvæð í garð Íslands sem áfangastaðar og raunar mældist þetta hlutfall 75% meðal Þjóðverja. Þá fer áhugi fólks á því að heimsækja Íslands í annan tíma en á sumrin vaxandi. Alls 67% aðspurðra sögðust myndu íhuga slík ferðalög, sem er 14% aukning frá síðustu könnun sem var gerð í byrjun síðasta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert