„Málin snertu okkur djúpt“

Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið birt.
Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið birt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í ársskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2017 að umfangsmikil og erfið sakamál hafi einkennt árið.

„Þessi mál kröfðust mikils af starfsmönnum, sem stóðust álagið, en málin snertu okkur djúpt,“ segir hún í ársskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2017, og bætir við að þrjú manndráp hafi verið framin á árinu og að fjórir hafi látist í umferðarslysum í umdæminu.

Þar segir hún einnig að hið góða gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu hafi valdið ófyrirséðum útgjöldum. Samt hafi tekist að lenda rekstrinum við skekkjumörk.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. mbl.is/Eggert

Verkefnum fjölgaði um 13%

Verkefnum á borði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 fjölgaði um ríflega 13% frá fyrra ári. Hegningarlagabrot voru um 9.500 talsins og sérrefsilagabrot nálægt 4.000. Skráð umferðarlagabrot voru um 40.000 og fjölgaði þeim mikið á milli ára.

Fíkniefnabrotum fjölgaði um fimmtung

Alls fjölgaði fíkniefnabrotum um fimmtung frá árinu á undan. Tilkynningum um líkamsárásir fjölgaði lítillega frá fyrra ári. Skráð ofbeldisbrot voru tæplega 1.300 talsins. Flest töldust minniháttar, eða um 1.000.

300 tilkynningar um kynferðisbrot

Embættinu bárust um 300 tilkynningar um kynferðisbrot sem er fjölgun frá árinu á undan. Næstum helmingur þeirra var nauðganir. Að meðaltali bárust um 60 tilkynningar um heimilisofbeldi á árinu.

Tilkynnt um 900 innbrot

Þjófnaðarbrot voru nálægt 4.200 á árinu. Alls var tilkynnt um hátt í 900 innbrot og fjölgaði þeim frá árinu á undan. Innbrotin voru þó færri en árið 2015. Að meðaltali var tilkynnt um tæplega 75 innbrot á mánuði.

500 óku gegn rauðu ljósi

Um 1.100 ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Um 350 ökumenn voru staðnir að því að tala í síma án handfrjáls búnaðar og rúmlega 500 ökumenn voru teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi.

Um 250 leitarbeiðnir bárust vegna ungmenna. Um var að ræða 42 pilta og 41 stúlku.

Konum fjölgar hjá lögreglunni

Fram kemur í skýrslunni að haustið 2017 hafi 66 konur starfað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem er um fimmtungur af lögregluliðinu, eða 22%. Til samanburðar voru þær 48 árið 2014, eða 16%.

Góður árangur landsliðsins hafði áhrif

Halli á rekstri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 var um 106 milljónir króna. Einn þáttur í hallanum var góður árangur karlalandsliðsins í fótbolta. Um 100 lögreglumenn stóðu vaktina á leikjum liðsins og kostaði hver leikur embættið nokkrar milljónir króna. Sá kostnaður hefur ekki fengist bættur, að því er segir í skýrslunni.   

mbl.is

Innlent »

Fyrsta beina leiguflugið til Grænhöfðaeyja

12:40 Fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja (e. Cabo Verde) fór í loftið fyrr í vikunni á vegum ferðaskrifstofunnar VITA. Fyrstu farþegarnir fengu rennblautar heiðursmóttökur frá slökkviliðinu eins og venjan er eftir jómfrúrflug. Meira »

Segist ekki vilja ræða ólöglegar upptökur

12:08 „Ég tel óforsvaranlegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætli að halda fund til að ræða ályktanir sem hún vill sýnilega draga af illa sundurklipptum hljóðupptökum af veitingastofuspjalli sem aflað var með refsiverðum aðferðum.“ Meira »

Var ekki beittur þrýstingi

11:58 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði aldrei lofað því að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, yrði skipaður sendiherra, og að það stæði ekki til að skipa hann í stöðuna. Meira »

Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma

11:50 Holtavörðuheiði verður lokuð í um tvær klukkustundir milli 13.30 og 15.30 þegar vöruflutningabíl verður komið aftur á veginn, en hann fór út af veginum og valt í morgun. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Ber ekki ábyrgð á álagi fyrrverandi

11:34 Fjárnám sem gert hafði verið í fasteign konu vegna álags á vantalda skatta fyrrverandi sambúðarmanns hennar var í dag fellt úr gildi af Hæstarétti. Taldi rétturinn að þó fólkið hafi verið samskattað þegar skattarnir voru vangreiddir, þá nái álagið í formi refsikenndra viðurlaga ekki til konunnar. Meira »

Rafleiðni svipuð og þegar brúin fór

11:32 Reynir Ragnarsson hefur sinnt rafleiðnimælingum í Múlakvísl í 20 ár. Við mælingar í morgun mældist hún 300 míkrósímens á sentimetra, en venjuleg rafleiðni í ánni er í kringum 100. Rafleiðnin nú er svipuð og gerðist árið 2011 þegar brúin yfir Múlakvísl hrundi í hlaupinu 2011. Meira »

Borgarstjóri sendir samúðarkveðju

11:28 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju til Gdansk vegna morðsins á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.   Meira »

Hefur ekkert með skipanina að gera

11:11 „Ég verð að halda því til haga mér að sýnist að aðdragandi þess að halda þennan opna fund sé ekki eins og reglurnar kveða á um en það truflar mig ekkert,“ sagði Bjarni Benediktsson við upphaf opins fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Meira »

Játar vanda en tjáir sig annars ekki

11:03 „Við höfum átt í einhverjum vandamálum með að afla fé, en við höfum stjórn á stöðunni og höldum áfram með öll okkar verkefni. Þannig að það er engin dramatík í þessu,“ segir Hans Christian Munck, framkvæmdastjóri Munck Íslandi ehf., við mbl.is þegar hann er spurður um lausafjárstöðu félagsins. Meira »

„Mun ekki taka þátt í þessari sýningu“

10:45 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, las upp yfirlýsingar þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanna Miðflokksins, við upphaf fundar sem fer fram vegna ummæla Gunnars Braga á barnum Klaustri um högun skipunar í embætti sendiherra. Meira »

Engin rútustæði í Hafnarfirði

10:45 Skipulags- og byggingaráð hefur vísað erindi Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar um rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar til vinnslu miðbæjarskipulags. Meira »

Allt að 53% munur á leikskólagjöldum

10:42 Leik­skóla­gjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykja­vík. Gjöld­in hækkuðu milli ára í þrettán af sex­tán sveit­ar­fé­lög­um lands­ins en lækkuðu í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri út­tekt verðlags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöld­um sveit­ar­fé­lag­anna. Meira »

Bilun í búnaði RB

10:36 Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gera það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi. Meira »

Fáir nota endurskinsmerki

10:33 Einungis tveir af tíu voru með endurskinsmerki samkvæmt könnun VÍS á endurskinsmerkjanotkun unglinga í grunnskóla og fólks á vinnustað. Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu en þar munaði mest um endurskin á töskum. Meira »

Opinn fundur vegna skipunar sendiherra

10:20 Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fer fram klukkan 10:30 í dag, en á fundinum verður til umræðu skip­un Geirs H. Haar­de og Árna Þórs Sig­urðsson­ar í embætti sendi­herra í ljósi um­mæla sem Gunn­ar Bragi lét falla um hög­un skip­un­ar­inn­ar á barn­um Klaustri í nóv­em­ber. Meira »

Setjast að samningaborðinu með SA

10:08 Fundur hófst hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins (SA) nú klukkan tíu. Er þetta þriðji fundur deiluaðila frá því að félögin fjögur vísuðu málinu til sáttasemjara. Meira »

Kæra tegundasvindl til lögreglu

09:17 Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á meintu tegundasvindli með fisk til útflutnings. Íslenskt fiskvinnslufyrirtæki er grunað um að hafa selt íslenskri umboðsverslun með fisk og fiskafurðir verðlitlar fiskafurðir (keilu) sem verðmeiri vöru (steinbít) á árunum 2010 og 2011. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...