„Málin snertu okkur djúpt“

Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið birt.
Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið birt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í ársskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2017 að umfangsmikil og erfið sakamál hafi einkennt árið.

„Þessi mál kröfðust mikils af starfsmönnum, sem stóðust álagið, en málin snertu okkur djúpt,“ segir hún í ársskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2017, og bætir við að þrjú manndráp hafi verið framin á árinu og að fjórir hafi látist í umferðarslysum í umdæminu.

Þar segir hún einnig að hið góða gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu hafi valdið ófyrirséðum útgjöldum. Samt hafi tekist að lenda rekstrinum við skekkjumörk.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. mbl.is/Eggert

Verkefnum fjölgaði um 13%

Verkefnum á borði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 fjölgaði um ríflega 13% frá fyrra ári. Hegningarlagabrot voru um 9.500 talsins og sérrefsilagabrot nálægt 4.000. Skráð umferðarlagabrot voru um 40.000 og fjölgaði þeim mikið á milli ára.

Fíkniefnabrotum fjölgaði um fimmtung

Alls fjölgaði fíkniefnabrotum um fimmtung frá árinu á undan. Tilkynningum um líkamsárásir fjölgaði lítillega frá fyrra ári. Skráð ofbeldisbrot voru tæplega 1.300 talsins. Flest töldust minniháttar, eða um 1.000.

300 tilkynningar um kynferðisbrot

Embættinu bárust um 300 tilkynningar um kynferðisbrot sem er fjölgun frá árinu á undan. Næstum helmingur þeirra var nauðganir. Að meðaltali bárust um 60 tilkynningar um heimilisofbeldi á árinu.

Tilkynnt um 900 innbrot

Þjófnaðarbrot voru nálægt 4.200 á árinu. Alls var tilkynnt um hátt í 900 innbrot og fjölgaði þeim frá árinu á undan. Innbrotin voru þó færri en árið 2015. Að meðaltali var tilkynnt um tæplega 75 innbrot á mánuði.

500 óku gegn rauðu ljósi

Um 1.100 ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Um 350 ökumenn voru staðnir að því að tala í síma án handfrjáls búnaðar og rúmlega 500 ökumenn voru teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi.

Um 250 leitarbeiðnir bárust vegna ungmenna. Um var að ræða 42 pilta og 41 stúlku.

Konum fjölgar hjá lögreglunni

Fram kemur í skýrslunni að haustið 2017 hafi 66 konur starfað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem er um fimmtungur af lögregluliðinu, eða 22%. Til samanburðar voru þær 48 árið 2014, eða 16%.

Góður árangur landsliðsins hafði áhrif

Halli á rekstri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 var um 106 milljónir króna. Einn þáttur í hallanum var góður árangur karlalandsliðsins í fótbolta. Um 100 lögreglumenn stóðu vaktina á leikjum liðsins og kostaði hver leikur embættið nokkrar milljónir króna. Sá kostnaður hefur ekki fengist bættur, að því er segir í skýrslunni.   

mbl.is

Innlent »

Vön svona fréttaflutningi

17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »

Ákærður fyrir að hrista son sinn

16:06 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Meira »

Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

15:55 Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem óskað er eftir viðræðum um greiðslu bóta. Meira »

Ásetningur ekki sannaður

15:49 Dómari í Héraðsdómi Suðurlands telur yfir skynsamlegan vafa hafið að Valur Lýðsson hafi veitt Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða, en ákæruvaldinu tókst að mati dómarans ekki að sanna að „fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana“. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

15:38 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Gagnrýndu ráðherra harðlega

15:35 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þeir sögðu það fráleit vinnubrögð að kynna ekki drög að samgönguáætlun á þingi áður en boðað var til blaðamannafundar síðasta föstudag. Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

14:45 Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

14:13 Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæðismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...