Elsta teikning heims líkist myllumerki

Teikningin var gerð á stein með rauðum leir.
Teikningin var gerð á stein með rauðum leir. Reuters

Vísindamenn telja sig hafa uppgötvað elstu manngerðu teikningu sem þekkt er á litlum steini í Suður-Afríku. Teikningin er talin vera 73.000 ára gömul og líkist því sem mætti kalla rúðustrikun. Mjög lítill hluti teikningarinnar er á steininum vegna þess hve smár hann er, og segja sumir hana líkjast nokkuð myllumerki.

BBC greinir frá því að steinninn hafi fundist í Blombos-helli á suðurströnd Suður-Afríku. Teikningin var gerð á stein með rauðum leir og talið er að hún sýni fyrstu merki samhæfingar hjá mannkyninu.

Talið er að teikningin í heild sinni hafi verið flóknari en vísindamennirnir eru ekki vissir um að verkið geti talist list. Þeir segja þó ljóst að teikningin hafi haft einhverja merkingu fyrir þann sem skapaði hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert