Greinaflokkurinn Gætt að geðheilbrigði á mbl.is

Skortur er á úrræðum fyrir fólk með geðraskanir og fíkn.
Skortur er á úrræðum fyrir fólk með geðraskanir og fíkn. mbl.is/​Hari

Skortur á búsetuúrræðum fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og fíkn er gríðarlega alvarlegt vandamál en geðsvið Landspítalans hefur þurft að útskrifa fólk beint á götuna og er þá meðferðin oft unnin fyrir gýg.

36 lyfjatengd andlát á þessu ári eru til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Þetta eru 25 karlar og 11 konur. Meðalaldur þeirra er tæp 47 ár. Af þeim sem hafa látist með þessum hætti eru 11 einstaklingar yngri en 35 ára.

Forsvarsfólk fíknigeðdeildar Landspítalans telur að heildarfjöldi rúma á innlagnardeildum fyrir fólk með fíknisjúkdóma, hvort sem fólk er með geðsjúkdóma eða ekki, anni ekki eftirspurn.

Kókaínfaraldur hefur geisað hér á landi í á annað ár, sem hefur aukið mjög á álagið þar sem fólk leitar í auknum mæli á fíknigeðdeildina í örvæntingu sinni. Sumir eru með alvarleg og lífshættuleg einkenni, svo sem sjálfsvígshugsanir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinaflokknum Gætt að geðheilbrigði sem hefur göngu sína á mbl.is í dag og er í umsjá Guðrúnar Hálfdánardóttur blaðamanns. Greinarnar munu birtast núna um helgina og næstu helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert