VG rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Eigið fé VG var neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi.
Eigið fé VG var neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) hefur skilað ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar og nam tap af rekstri flokksins 13,7 milljónum króna. Þá var eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir, að því er segir í tilkynningu frá VG.

Árið 2017 var kosið til Alþingis annað árið í röð og var kostnaður vegna alþingiskosninganna 34 milljónir króna. Framlög ríkisins til hreyfingarinnar voru 46,5 milljónir og styrktu einstaklingar flokksstarfið um 11,5 milljónir og fyrirtæki um 5,4 milljónir.

Stærsti einstaki kostnaðarliður í rekstri hreyfingarinnar 2017 var laun og tengd gjöld sem námu nærri 38 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert