Fyrsti snjórinn við Frostastaðavatn

Ungum konum frá Ísrael sem eru á ferð um landið …
Ungum konum frá Ísrael sem eru á ferð um landið var snjórinn í senn undrunarefni og ævintýri. mbl.is/RAX

Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom nú um helgina. Við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti var marautt yfir að líta um kl. 20 á laugardagskvöldið.

Um nóttina snjóaði hins vegar svo gránaði í rót í fjallshlíðum, hálsum og ásum. Ungar konur frá Ísrael sem ljósmyndari Morgunblaðsins hitti á Frostastaðahálsi tóku snjónum fagnandi – enda er fönnin þeim framandi. Að hætti túrista tóku þær fram stöngina og símann – og útkoman var mynd af þeim sjálfum í stórbrotnu umhverfi.

En svo kom sólin upp og þegar líða tók á sunnudaginn hafði snjóinn að mestu tekið upp. Varð þetta snemmbúna hret því ekki til þess að raska smalamennsku, en fjallmenn úr Landsveit og Holtum eru nú í fjárleitum á þessu víðfeðma svæði og þurfa um hundrað fjöll að fara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert