Kanna fingraför þjófanna

Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu.
Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu. mbl.is/Eggert

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til frekari vísbendinga um innbrotið. 

Kyn­lífs­dúkk­an Kittý og bíll­inn sem notaður var til að brjót­ast inn í kyn­lífs­hjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu fund­ust á bíla­stæði við versl­un­ar­miðstöðina Glæsi­bæ um þrjú­leytið í gær.

Lögreglunni hafa borist einhverjar ábendingar frá almenningi sem kunna að gagnast í málinu, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

„Við skoðum þetta núna um helgina og sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Þá segist hann bjartsýnn á að þjófarnir finnist. 

Annað segir Jóhann Karl að ekki sé hægt að segja um málið að svo stöddu „Þetta er bara í hefðbundnu ferli.“

Þor­vald­ur Steinþórs­son, eig­andi Adams og Evu, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að heild­artjónið nemi á bil­inu einni til einni og hálfri millj­ón króna. Sagði hann verðmæti síli­kond­úkk­unn­ar Kittýj­ar vera um 350 þúsund krón­ur.

mbl.is