Byssubróðir aftur ákærður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Marcin Nabakowski fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í júlí í fyrra, en Marcin er þekktur ásamt bróður sínum fyrir að koma að byssumáli í Breiðholti árið 2016, en Marcin var dæmdur í Hæstarétti þriggja ára fangelsi vegna málsins og bróðir hans í tveggja ára og sex mánaða.

Þá voru þeir bræður handteknir vegna manndrápsmálsins í Mosfellsdal í fyrra, en þeir höfðu farið ásamt Sveini Gesti Tryggvasyni, sem dæmdur var í málinu, Jón Trausta Lútherssyni og tveimur öðrum að Æsustöðum þar sem Arnar Jónsson Aspar var drepinn. Voru þeir hins vegar hreinsaðir sökum.

Í framhaldi af málinu komu þeir báðir fram í viðtali við Stundina og sögðust vera komnir með nóg af fyrri lífstíl og að þeir vildu byggja upp mannorð sitt að nýju. Það var tæpum mánuði eftir atburðina í Mosfellsdal og fjórum dögum áður en Marcin var handtekinn á ný, nú vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs.

Í ákæru málsins kemur fram að Marcin hafi mælst með 0,64% vínanda í blóði, auk kókaíns og tetrahýdrókannabínól (THC, sem finnst í kannabisefnum). Málið er nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Frá rétt­ar­höld­um í skotárásarmálinu yfir Marc­in (t.v.) og Rafal Naba­kowski.
Frá rétt­ar­höld­um í skotárásarmálinu yfir Marc­in (t.v.) og Rafal Naba­kowski. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert