Líklegt að Ari sé farinn úr landi

Ari Rúnarsson er eftirlýstur af Interpol.
Ari Rúnarsson er eftirlýstur af Interpol. Skjáskot/Interpol

Talið er líklegt að Ari Rúnarsson, sem alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir fyrir vopnað rán og líkamsárás, sé erlendis. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari segir í samtali við Vísi að hún hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum nema hún teldi hann vera farinn úr landi. Þá segist hún ekki vita hvar síðast sást til Ara eða hvar hann sé niðurkominn.

Ari var ásamt öðrum manni ákærður hjá embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa veist að karlmanni með of­beldi og hót­un­um á bif­reiðastæði bak við Næt­ur­söl­una við Strand­götu á Ak­ur­eyri í októ­ber í fyrra.

Ann­ar hinna ákærðu var ákærður fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás með því að hafa slegið mann­inn með flösku í höfuðið, kýlt hann ít­rekað í and­lit og höfuð og sparkaði í fót­leggi hans. Þá hótuðu þeir að drepa manninn og grafa í holu úti í sveit, auk þess að „búta niður kær­ustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans,“ eins og það er orðað í ákær­unni. Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra 10. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert