Fjórir kranar á Barónsreitnum

Skógur byggingakrana á Barónsreit.
Skógur byggingakrana á Barónsreit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miklar framkvæmdir standa yfir þessi misserin á svonefndum Barónsreit í miðborg Reykjavíkur. Er stefnt að því að innan tveggja ára verði framkvæmdum lokið við um 160 íbúðir þar og á svonefndum Laugavegsreit sem er þarna skammt undan.

Raunar eru miklar framkvæmdir víðar í gangi á miðborgarsvæðinu og sér ekki fyrir endann á þeim. Þó þykjast margir greina merki kólnunar í hagkerfinu og þá ekki síst í ferðaþjónustu, en fjöldi hótela hefur verið byggður í Reykjavík á allra síðustu árum.

Fjórir kranar sáust á lofti við Barónsreitinn í gær og allt var á fullum snúningi. Hvort kranafjöldinn er táknmynd ofhitnunar í hagkerfinu og hugsanlega váboði, eins og einhverju sinni var haldið fram, skal hins vegar ósagt látið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert