Kynnti frumvarp um laxeldið

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ræðir við fréttamenn í ...
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ræðir við fréttamenn í dag. mbl.is/​Hari

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp á fundi ríkisstjórnarinnar í dag vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna starfsemi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Þessu greindi ráðherrann blaðamönnum frá eftir fundinn en vildi hins vegar ekki útlista hvað nákvæmlega kæmi fram í frumvarpinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu um ríkisstjórnarfundinn að Kristján hafi lagt fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi sem sneru að veitingu rekstrarleyfis til bráðabirgða. Kristján sagði að næsta skref í málinu væri að leggja frumvarpið fyrir þingflokka ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Framsóknarflokksins. Eftir það gæti hann greint nánar frá fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda. „Ég get ekki tjáð mig um málið fyrr en þingflokkarnir hafa tjáð sig um það.“

„Staðan er bara þannig að ég lagði frumvarp fyrir ríkisstjórnina og það gengur síðan til þingflokka stjórnarflokkanna,“ sagði ráðherrann aðspurður. Fram kemur á vef Alþingis að gert sé ráð fyrir fundi í atvinnuveganefnd þingsins í fyrramálið þar sem rætt verði um stöðu fiskeldis og gestir mæti á fundinn. Þingmenn höfðu óskað eftir slíkum fundi á dögunum en formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG, sagði ekki tímabært að halda fund fyrr en fyrir lægi til hvaða aðgerða stjórnvöld myndu grípa til.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði ljóst að umrædd fyrirtæki gætu sótt um undanþágu frá starfsleyfunum sem felld voru úr gildi af úrskurðarnefnd auðlinda- og umhverfismála. Sá hluti málsins sneri að honum en hafi ekki verið til umræðu á fundinum. Að öðru leyti heyrði málið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Spurður hvort fyrirtækin, Fjarðalax hf. og Artic Sea Farm hf., hefðu sótt um slíkar undanþágur sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Fundur yrði í dag þar sem Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun ræddu við fiskeldisfyrirtækin um næstu skref. Það væri í raun stofnananna að leiðbeina þeim um næstu skref í málinu.

Spurður hvort málið væri þá ekki á hans borði sagði Guðmundur að þessi hluti málsins heyrði undir hans ráðuneyti og ef sótt yrði um undanþágu frá starfsleyfinu kæmi það inn á hans borð.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfissráðherra yfirgefur Stjórnarráðshúsið í dag.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfissráðherra yfirgefur Stjórnarráðshúsið í dag. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...