Aldrei mælst jafn lítið af birkifrjóum

Hvítt frjó af Ösp í Laugadalnum.
Hvítt frjó af Ösp í Laugadalnum. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarfrjómagn í mælingum Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ í sumar var langt undir meðallagi hvað varðar heildarfrjómagn og aldrei hefur mælst jafn lítið af birkifrjóum og í ár.

Frjókorn mældust aldrei yfir 100 frjó/m³ en níu sinnum yfir 50 frjó/m³. Frjómælingar hófust snemma í Garðabæ eða 19. mars og stóðu til 30. september, samtals í 196 daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun. Í mælingunum komu fram frjókorn frá 24 frjó- og grashópum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Heildarfjöldi frjókorna var 1.951 frjó/m³ og er það langt undir meðaltali. Af þeim voru 1.087 grasfrjó (56%), 122 birkifrjó (6%), 69 súrufrjó (4%) og 39 asparfrjó (2%). Frjókorn ýmissa tegunda sem jafnan ber lítið á voru 457 (23%). Af þeim var fura/greni með tæplega 11% frjókorna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert