Fjallað um björgunina í Taílandi

Frá ráðstefnunni í morgun.
Frá ráðstefnunni í morgun. mbl.is/Hari

Alþjóðlega ráðstefnan Björgun hófst í Hörpu í morgun en hún hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1990. Innlendir og erlendir sérfræðingar flytja fyrirlestra um leitar- og björgunarmál.

Ráðstefnunni hefur vaxið fiskur um hrygg, fjöldi fyrirlestra hefur aukist ár frá ári og nú verða þeir rúmlega 50 talsins. Rúmlega 1.000 gestir sækja ráðstefnuna frá 17 löndum.

Björgunarsveitarfólk mætti í fullum skrúða.
Björgunarsveitarfólk mætti í fullum skrúða. mbl.is/Hari

Samhliða ráðstefnunni er efnt til viðamikillar vörusýningar þar sem ráðstefnugestir geta kynnt sér allt það nýjasta sem í boði er fyrir leitar- og björgunarfólk.

Fólk hlýðir áhugasamt á fyrirlestra.
Fólk hlýðir áhugasamt á fyrirlestra. mbl.is/Hari

Meðal fyrirlesara er Rick Stanton. Hann er breskur borgaralegur hellakafari sem sérhæfir sig í björgunarstarfi með hellabjörgunarsamtökunum Cave Rescue Organization og breska hellabjörgunarráðinu. Hann flytur tvo fyrirlestra um hellabjörgunina í Taílandi í sumar.

Dagskrána má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert