Ferðamenn vilja tékka í boxin

Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður.
Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Örn Árnason vill alls ekki staðna í hugsun og hefur einstaklega gaman af fánýtum fróðleik, sem nýtist honum vel í nýju starfi sem leiðsögumaður og rútubílstjóri. Þrátt fyrir nýtt hlutverk er hann alls ekki hættur að leika og getur ekki hugsað sér að setjast í helgan stein.

Örn hefur brugðið sér í mörg hlutverk á ferlinum. Nú er hann búinn að taka að sér nýtt hlutverk en hann er kominn með leiðsögumannspróf og líka meirapróf og sýnir nú útlendingum Ísland í rútuferðum um landið. Aðdáendur þessa eins ástælasta leikara þjóðarinnar þurfa samt ekki að óttast, hann er alls ekki að hverfa af sviðinu. Hann frumsýndi á dögunum Ronju ræningjadóttur þar sem hann er í hlutverki Matthíasar, föður Ronju, en hann er líka í sirkussöngleiknum Slá í gegn en báðar þessar sýningar eru í Þjóðleikhúsinu.

Eitt er víst; Örn er ekki maður sem situr auðum höndum. Áratuga reynsla gerir honum kleift að halda mörgum boltum á lofti samtímis. Leikhúsið er tarnavinna í takt við árstíðirnar, rétt eins og vinnan sem Íslendingar hafa unnið í gegnum aldirnar á engjum og baðstofuloftum. Áhugi á sögunni hefur vaknað í ríkari mæli með hækkandi aldri hjá Erni sem er hérna megin við sextugt, stórafmælið er ekki fyrr en á næsta ári, á sjálfan kvenréttindadaginn.

Eftir viðtalið er hann að fara að skemmta eldri borgurum. Þar er hann einn með gítarinn, syngur og fer með gamanmál. Hann fléttar líka söngnum inn í leiðsögumannsstarfið og syngur fyrir ferðamennina. Maður getur ekki annað en öfundað útlendingana sem kaupa sér Gullhrings-pakkaferð og fá Örn Árnason í kaupbæti. Ekki víst að þeir viti að við stýrið og hljóðnemann sé einn þekktasti leikari landsins. Nema kannski þeir sem hafa séð hann í eins manns sýningunni How to become Icelandic in 60 minutes í Hörpu.

Örn er á skjá og sviði stór persónuleiki en í viðkynningu er hann einstaklega þægilegur og þolinmóður, tilbúinn til að deila gamanmálum og sögum úr alvöru lífsins.

Eitt af því sem kemur fram í viðtalinu er að honum finnst gott að stíga úr þægindarammanum og læra eitthvað nýtt. Hluti af því er að takast á við nýtt hlutverk utan sviðsins, leiðsögumannshlutverkið. „Mig langaði að komast strax í þetta og tók meiraprófið í leiðinni þannig að ég er ökuleiðsögumaður. Það er skondið þegar maður situr í 20 manna rútu og er að keyra og kjafta og þú ert með kannski tíu þjóðarbrot í rútunni og þá þarft þú að finna einhverja miðju fyrir alla. Svona ferðalag getur aldrei verið öllum til fullrar gleði. Sumum finnst maður stoppa of stutt og öðrum of lengi og svo framvegis.“

Skondin sýn á samfélagið

Upplifirðu það sem mikla ábyrgð að vera leiðsögumaður?

„Ég hef oft verið spurður: Er ekki alltaf ógeðslega gaman hjá þér? Ertu ekki bara að djóka eitthvað í liðinu? Það er nefnilega svo skrýtið að ég er bara aldeilis ekkert í því. Ég kannski gauka einhverjum, kannski ekki bröndurum heldur frekar skondinni sýn á samfélagið okkar bæði áður fyrr og í dag, en ég er ekkert að djóka í því. Þetta fólk er í fríi og það er komið til Íslands og ég vil að það fái bara nokkuð rétta mynd af því hvernig við erum og hvað við erum. Ég segi gjarnan í rútunni að við séum ekkert öðruvísi en annað fólk, við erum bara fólk eins og þau nema við erum kannski með einhverja öðruvísi siði eða venjur. Við erum bara venjulegt fólk sem ólum okkur sjálf upp hér úti í Norður-Atlantshafi. Mér finnst það alveg nógu spennandi,“ segir Örn sem hefur gaman af því að tengja sögulega viðburði saman eins og Skaftárelda, sem ollu uppskerubresti og tengjast því beint frönsku byltingunni.

„Það er svo gaman að tengja þessa hluti saman,“ segir Örn sem hefur gaman af því að segja ferðamönnum sögur.

Örn syngur lög frá þessum tíma þegar „Mozart var að spranga um götur Vínarborgar að semja Töfraflautuna og Beethoven að semja Óðinn til gleðinnar. Flest okkar lög frá þessum tíma eru svona fornir söngvar, ekki margar nótur, frekar fátæklegur tónskali á móti þessum gífurlega íburði. Fólki finnst gaman að því að heyra um þessar skrýtnu tengingar og bera saman Evrópu á þessum tíma og svo bara Ísland í dag.“

Örn er uppfullur af ýmsum fróðleik sem hann hefur gaman af að deila. „Þegar við keyrum útúr bænum fram hjá skóginum við Rauðavatn segi ég fólki frá því að þetta sé elsti gróðursetti skógur á Íslandi, frá 1901. Þetta finnst fólki rosa gaman að heyra og svo þegar ég keyri fram hjá Rauðhólum segi ég frá því að þetta séu gervigígar. Svo bæti ég við til að kanna hvort fólk hafi húmor, sérstaklega þegar ég er með Bandaríkjamenn: „I know these are called pseudocraters but Donald Trump would probably call them FAKE craters“.“

Húmor hjálpar til við að tengjast fólki

Hann segist alls ekki vera með stöðugt uppistand fyrir ferðamennina en það sé alveg hægt að leika sér aðeins. „Húmor hjálpar manni að tengjast fólki og svo segi ég bara við gesti mína aðeins um Ísland, eitthvað um land og sögu, en fyrst og síðast bið ég þá um að spyrja mig.“

Hann segir að fólk mæti oft þreytt í skoðunarferðir. „Stundum steinsofnar fólk í rútunni. Það er að koma erlendis frá um morguninn og fer beint í gullhring. Ég segi bara við fólk, leggið ykkur, skoðið netið, gerið það sem þið viljið, þið eruð í fríi og ef þið viljið hlusta á mig þá er það frábært en ef þið sofnið þá er það ekkert mál. Spyrjið mig að hverju sem er, ég er ykkur til þjónustu alveg þangað til túrinn er búinn.“

Því fólki sem er svo heppið að detta beint inn í rútu með Erni eftir að það kemur til landsins hlýtur að finnast það mjög velkomið á Íslandi.

Hakað við Hakið

Hvað með umræðuna um ferðamenn, rútur og klósettstopp. Hefurðu lent í því að það séu of margir einhvers staðar?

„Já, biddu fyrir þér. Þetta er oft mjög þungt þegar skemmtiferðaskipin eru hér í höfn. Það eru þyngstu dagarnir,“ segir hann og lýsir því hvernig hann bendi fólki á að fara á útsýnispallinn við Hakið, það er ef það finni pláss. „Maður segir: Þið fyrirgefið hvað það er margt fólk hér, þetta er vinsæll staður, fallegur og merkilegur. Hérna stofnuðum við Alþingi og þess vegna kemur fólk hingað,“ segir hann en það er ef til vill ekki hægt að búast við fámenni þegar komið er til Íslands.

„Það eru gullfallegir staðir út um allt land en þá þarftu bara meiri tíma,“ segir Örn og bendir á að þetta tengist allt markaðssetningunni á landinu okkar.

„Fólk hugsar: þetta verð ég að sjá,“ segir Örn sem hefur orðið var við að fólk vill tékka í boxin, haka við staðina sem það hafi séð í kynningarbæklingunum.

„Ég lenti í því í fyrra með hóp af Kínverjum, ágætisfólk en oft og tíðum er ekki mikill skilningur á ensku. Við fórum suðurströndina og það var snarvitlaust verður,“ segir Örn sem sagði við fólkið að það væri líklegt að hann kæmist ekki til Víkur.

„Þá varð bara uppistand,“ segir Örn sem fór á endanum alla leið. „Það var til þess að komast á planið við kirkjuna, vegna þess að staðurinn er í bæklingnum. Svo hljóp fólk út og smellti af myndum við kirkjuna. Kannski hefði ég ekki átt að gera þetta og vera bara harður. Þetta slapp alveg, ég var lánsamur með það en menn hafa lent í bölvuðu veseni.“

Þetta er brot úr viðtali við Örn sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Innlent »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »

Þrjú tímastjórnunarráð

07:49 Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Meira »

Morgunblaðið langoftast skoðað á timarit.is

07:37 Morgunblaðið er, eins og jafnan áður, langvinsælasti titillinn árið 2108 á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman tæplega 1.200 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Hægt er að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. Meira »

Breyting fjölgar ekki birtustundum

07:10 Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og kalt í veðri. Meira »

Úrkomudagarnir aldrei fleiri

06:30 Úrkomudagar í Reykjavík voru óvenjumargir í fyrra og hafa aldrei verið fleiri frá því mælingar hófust eða 261 talsins. Hæsti hiti ársins á landinu mældist 24,7 stig á Patreksfirði en mesta frost mældist 25,6 stig í Svartárkoti og við Mývatn. Meira »

Mundaði ljá á almannafæri

06:02 Lögreglan handtók mann á tvítugsaldri um fimmleytið í nótt sem mundaði ljá á förnum vegi í Breiðholtinu. Við öryggisleit kom í ljós að ungi maðurinn var einnig vopnaður piparúða. Meira »

Vilja hraða lagningu nýs sæstrengs

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) „leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar“. Meira »

Loðnan kemur þegar skilyrðin eru rétt

05:30 Upphafskvóti loðnu hefur ekki verið gefinn út og leiðangur sem er að ljúka gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.   Meira »

Eldri konum oft neitað um viðtal

05:30 Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur rannsakað stöðu eldri kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Búnaðarstofa rennur inn í ráðuneytið

05:30 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að búnaðarstofa verði hluti af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sjálfu, ekki undirstofnun ráðuneytisins, eftir flutning hennar frá Matvælastofnun. Meira »

Gæti opnast í næstu viku

05:30 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í gær. Hann var bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Stokki upp lífeyriskerfið

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir „gagngerum breytingum“ á íslenska lífeyriskerfinu. Kerfið sé dýrt fyrir fyrirtækin og geti jafnvel haldið niðri launum. Verkalýðsfélögin séu reiðubúin að skoða lækkun iðgjalda gegn því að laun verði hækkuð í samningunum. Meira »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Bókaveizla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 7660348 , Alina...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...