Ferðamenn vilja tékka í boxin

Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður.
Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Örn Árnason vill alls ekki staðna í hugsun og hefur einstaklega gaman af fánýtum fróðleik, sem nýtist honum vel í nýju starfi sem leiðsögumaður og rútubílstjóri. Þrátt fyrir nýtt hlutverk er hann alls ekki hættur að leika og getur ekki hugsað sér að setjast í helgan stein.

Örn hefur brugðið sér í mörg hlutverk á ferlinum. Nú er hann búinn að taka að sér nýtt hlutverk en hann er kominn með leiðsögumannspróf og líka meirapróf og sýnir nú útlendingum Ísland í rútuferðum um landið. Aðdáendur þessa eins ástælasta leikara þjóðarinnar þurfa samt ekki að óttast, hann er alls ekki að hverfa af sviðinu. Hann frumsýndi á dögunum Ronju ræningjadóttur þar sem hann er í hlutverki Matthíasar, föður Ronju, en hann er líka í sirkussöngleiknum Slá í gegn en báðar þessar sýningar eru í Þjóðleikhúsinu.

Eitt er víst; Örn er ekki maður sem situr auðum höndum. Áratuga reynsla gerir honum kleift að halda mörgum boltum á lofti samtímis. Leikhúsið er tarnavinna í takt við árstíðirnar, rétt eins og vinnan sem Íslendingar hafa unnið í gegnum aldirnar á engjum og baðstofuloftum. Áhugi á sögunni hefur vaknað í ríkari mæli með hækkandi aldri hjá Erni sem er hérna megin við sextugt, stórafmælið er ekki fyrr en á næsta ári, á sjálfan kvenréttindadaginn.

Eftir viðtalið er hann að fara að skemmta eldri borgurum. Þar er hann einn með gítarinn, syngur og fer með gamanmál. Hann fléttar líka söngnum inn í leiðsögumannsstarfið og syngur fyrir ferðamennina. Maður getur ekki annað en öfundað útlendingana sem kaupa sér Gullhrings-pakkaferð og fá Örn Árnason í kaupbæti. Ekki víst að þeir viti að við stýrið og hljóðnemann sé einn þekktasti leikari landsins. Nema kannski þeir sem hafa séð hann í eins manns sýningunni How to become Icelandic in 60 minutes í Hörpu.

Örn er á skjá og sviði stór persónuleiki en í viðkynningu er hann einstaklega þægilegur og þolinmóður, tilbúinn til að deila gamanmálum og sögum úr alvöru lífsins.

Eitt af því sem kemur fram í viðtalinu er að honum finnst gott að stíga úr þægindarammanum og læra eitthvað nýtt. Hluti af því er að takast á við nýtt hlutverk utan sviðsins, leiðsögumannshlutverkið. „Mig langaði að komast strax í þetta og tók meiraprófið í leiðinni þannig að ég er ökuleiðsögumaður. Það er skondið þegar maður situr í 20 manna rútu og er að keyra og kjafta og þú ert með kannski tíu þjóðarbrot í rútunni og þá þarft þú að finna einhverja miðju fyrir alla. Svona ferðalag getur aldrei verið öllum til fullrar gleði. Sumum finnst maður stoppa of stutt og öðrum of lengi og svo framvegis.“

Skondin sýn á samfélagið

Upplifirðu það sem mikla ábyrgð að vera leiðsögumaður?

„Ég hef oft verið spurður: Er ekki alltaf ógeðslega gaman hjá þér? Ertu ekki bara að djóka eitthvað í liðinu? Það er nefnilega svo skrýtið að ég er bara aldeilis ekkert í því. Ég kannski gauka einhverjum, kannski ekki bröndurum heldur frekar skondinni sýn á samfélagið okkar bæði áður fyrr og í dag, en ég er ekkert að djóka í því. Þetta fólk er í fríi og það er komið til Íslands og ég vil að það fái bara nokkuð rétta mynd af því hvernig við erum og hvað við erum. Ég segi gjarnan í rútunni að við séum ekkert öðruvísi en annað fólk, við erum bara fólk eins og þau nema við erum kannski með einhverja öðruvísi siði eða venjur. Við erum bara venjulegt fólk sem ólum okkur sjálf upp hér úti í Norður-Atlantshafi. Mér finnst það alveg nógu spennandi,“ segir Örn sem hefur gaman af því að tengja sögulega viðburði saman eins og Skaftárelda, sem ollu uppskerubresti og tengjast því beint frönsku byltingunni.

„Það er svo gaman að tengja þessa hluti saman,“ segir Örn sem hefur gaman af því að segja ferðamönnum sögur.

Örn syngur lög frá þessum tíma þegar „Mozart var að spranga um götur Vínarborgar að semja Töfraflautuna og Beethoven að semja Óðinn til gleðinnar. Flest okkar lög frá þessum tíma eru svona fornir söngvar, ekki margar nótur, frekar fátæklegur tónskali á móti þessum gífurlega íburði. Fólki finnst gaman að því að heyra um þessar skrýtnu tengingar og bera saman Evrópu á þessum tíma og svo bara Ísland í dag.“

Örn er uppfullur af ýmsum fróðleik sem hann hefur gaman af að deila. „Þegar við keyrum útúr bænum fram hjá skóginum við Rauðavatn segi ég fólki frá því að þetta sé elsti gróðursetti skógur á Íslandi, frá 1901. Þetta finnst fólki rosa gaman að heyra og svo þegar ég keyri fram hjá Rauðhólum segi ég frá því að þetta séu gervigígar. Svo bæti ég við til að kanna hvort fólk hafi húmor, sérstaklega þegar ég er með Bandaríkjamenn: „I know these are called pseudocraters but Donald Trump would probably call them FAKE craters“.“

Húmor hjálpar til við að tengjast fólki

Hann segist alls ekki vera með stöðugt uppistand fyrir ferðamennina en það sé alveg hægt að leika sér aðeins. „Húmor hjálpar manni að tengjast fólki og svo segi ég bara við gesti mína aðeins um Ísland, eitthvað um land og sögu, en fyrst og síðast bið ég þá um að spyrja mig.“

Hann segir að fólk mæti oft þreytt í skoðunarferðir. „Stundum steinsofnar fólk í rútunni. Það er að koma erlendis frá um morguninn og fer beint í gullhring. Ég segi bara við fólk, leggið ykkur, skoðið netið, gerið það sem þið viljið, þið eruð í fríi og ef þið viljið hlusta á mig þá er það frábært en ef þið sofnið þá er það ekkert mál. Spyrjið mig að hverju sem er, ég er ykkur til þjónustu alveg þangað til túrinn er búinn.“

Því fólki sem er svo heppið að detta beint inn í rútu með Erni eftir að það kemur til landsins hlýtur að finnast það mjög velkomið á Íslandi.

Hakað við Hakið

Hvað með umræðuna um ferðamenn, rútur og klósettstopp. Hefurðu lent í því að það séu of margir einhvers staðar?

„Já, biddu fyrir þér. Þetta er oft mjög þungt þegar skemmtiferðaskipin eru hér í höfn. Það eru þyngstu dagarnir,“ segir hann og lýsir því hvernig hann bendi fólki á að fara á útsýnispallinn við Hakið, það er ef það finni pláss. „Maður segir: Þið fyrirgefið hvað það er margt fólk hér, þetta er vinsæll staður, fallegur og merkilegur. Hérna stofnuðum við Alþingi og þess vegna kemur fólk hingað,“ segir hann en það er ef til vill ekki hægt að búast við fámenni þegar komið er til Íslands.

„Það eru gullfallegir staðir út um allt land en þá þarftu bara meiri tíma,“ segir Örn og bendir á að þetta tengist allt markaðssetningunni á landinu okkar.

„Fólk hugsar: þetta verð ég að sjá,“ segir Örn sem hefur orðið var við að fólk vill tékka í boxin, haka við staðina sem það hafi séð í kynningarbæklingunum.

„Ég lenti í því í fyrra með hóp af Kínverjum, ágætisfólk en oft og tíðum er ekki mikill skilningur á ensku. Við fórum suðurströndina og það var snarvitlaust verður,“ segir Örn sem sagði við fólkið að það væri líklegt að hann kæmist ekki til Víkur.

„Þá varð bara uppistand,“ segir Örn sem fór á endanum alla leið. „Það var til þess að komast á planið við kirkjuna, vegna þess að staðurinn er í bæklingnum. Svo hljóp fólk út og smellti af myndum við kirkjuna. Kannski hefði ég ekki átt að gera þetta og vera bara harður. Þetta slapp alveg, ég var lánsamur með það en menn hafa lent í bölvuðu veseni.“

Þetta er brot úr viðtali við Örn sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Innlent »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »

Skorti ekki vatn heldur þrýsting

11:50 Vatnsveita Hafnarfjarðar þurfti á auka þrýsting að halda vegna slökkvistarfs á Hvaleyrarbraut en þar varð stórbruni í gærkvöldi. Jón Guðmundsson, vaktmaður hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar, segir að vatnsveitan hafi ekki þurft á meira vatni að halda eins og kom fram í frétt Vísis í nótt. Meira »

Slitlag flettist af á Snæfellsnesi

11:37 Slitlag er tekið að flettast af vegi á Snæfellsnesi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, en verulega hvasst er nú á Suðvestur- og Vesturlandi. Varar Vegagerðin sérstaklega við veðri í Búlandshöfðanum, þar sem skemmdir hafa orðið á slitlagi vegna foks. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »

Gætu slökkt eldinn um hádegisbil

10:00 „Við fengum upplýsingar í morgun um að hugsanlega myndi slökkvistarfi ljúka um hádegisbil,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði um bruna sem kom upp hús­næði við Hval­eyr­ar­braut 39 í Hafnar­f­irði í gærkvöldi. Meira »

„Á von á því versta“

09:51 „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir að enginn var í húsinu,“ segir Örn Gunnlaugsson, sem sá um rekstur fyrirtækisins Bindvírs sem er í húsinu sem brann á Hvaleyrarbraut 39 í nótt. Nú í morgun var búið að rýma burt efri hæðinni þar sem eldurinn kviknaði, en eldur logaði enn á neðri hæðinni. Meira »

Innanlandsflug liggur niðri

08:56 Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia. Meira »

Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

08:18 Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið. Meira »

Vara við hviðum upp í 35 metra

08:07 Tekið er að bæta í vind á ný suðvestan- og vestanlands og má reikna með hviðum allt að 35 m/s fram á miðjan dag til að mynda utantil á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og við Borgarnes, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Gætu stoppað flóðið við Víkurklett

07:37 Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið myndi ná til Víkur. Athuganir benda til þess að nýr varnargarður sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva jökulflóðið og einnig minna flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfarið og því verja byggðina í þorpinu. Meira »

Logar enn á Hvaleyrarbraut

07:18 Enn logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu logar eldur enn í rými á neðri hæð hússins, en menn telja sig þó vera hægt og rólega að ná niðurlögum hans. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »