Dæmdur fyrir að falsa hæfnipróf

Manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af …
Manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis. Ljósmynd/Thinkstock

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, en manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis hjá Samgöngustofu.

Maðurinn skilaði inn afriti af hæfniprófi fyrir BD-700 tegundaráritun, en ákæruvaldið taldi ekki að hann hefði lokið tilskilinni upprifjunarþjálfun fyrir slíka áritun. Maðurinn hafði lokið hæfniprófi fyrir CL604/605 tegundaráritun hjá samþykktu þjálfunarfyrirtæki, en falsaði afrit af hæfniprófinu þannig að það leit út fyrir að vera hæfnipróf fyrir BD-700 tegundaráritun.

Ákærði sótti ekki þing og var málið dæmt á grundvelli framlagðra gagna og þótti héraðsdómi þau nægja til að sanna sekt ákærða.

Manninum var gert að sæta fangelsi í 60 daga, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún felld niður að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dóms haldi hann skilorði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert