Vatnstjón í Valsheimilinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. 

Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu gaf vatnsinntak sig og flæddi mjög hratt og mikið inn í húsið. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu mikið tjónið er en sögulegir munir eru meðal annars geymdir í kjallara hússins. „Við reynum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir varðstjórinn en vel gekk að stöðva vatnslekann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert