Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður. Ljósmynd/Aðsend

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Hann var gestur Páls Magnússonar í Þingvöllum í morgun.

Í grein sem Jón Steinar sendi frá sér í morgun segist hann hljóta að vilja fyrirgefa konunum þar sem hann hafi mælt með þeirri aðferð þegar mál Róberts Downey var til umræðu en stjórnendur Facebook-hópsins, Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, Hild­ur Lilliendahl og Sæ­unn­ Ingi­björg Marinós­dóttir, sögðu í yfirlýsingu sem þær sendu fjölmiðlum í gær að Jón Steinar ætti að prófa sitt eigið meðal, fyrirgefninguna, í stað þess að setja sig í samband við konurnar sem létu ummælin um hann falla í Facebook-hópnum.

Jón Steinar segist hafa fengið mun meiri viðbrögð við grein sinni en hann átti von á. „Þetta mátti sjá á netsíðum þar sem sagt var frá greininni eða hún birt. Sjálfur fékk ég tölvupósta, smáskilaboð og símtöl frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Það vildi sýna mér stuðning við efni greinar minnar. Það var eins og lesendur hefðu áttað sig á því að þessir heitfengu femínistar væru hreinlega andstæðingar hinnar lýðræðislegu aðferðar sem við beitum um málefni sem okkur kann að greina á um,“ segir Jón Steinar í grein sinni í morgun.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er einn stjórnenda Facebook-hópsins.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er einn stjórnenda Facebook-hópsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir hann að í einu símtalinu hefði kona kallað Hildi „nettröll og femínistatussu“ og vildi að hún yrði rekin hjá Reykjavíkurborg áður en Jón Steinar stoppaði hana af.

„Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar. Ég er með skrifstofu að Síðumúla 27, efri hæð. Hringdu samt á undan þér svo við getum fest viðtalstíma,“ skrifar Jón Steinar.

Grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar í heild sinni:

Fyrirgefningin

Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á „lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. Fyrirsvarsmenn þessarar síðu eru svonefndir femínistar og beinast allar árásir síðunnar að kynbræðrum mínum, svokölluðum karlmönnum. Eru þeir sakaðir um að halda vísvitandi uppi því sem þetta fólk kallar „feðraveldi“ og mun eiga að tákna einhvers konar yfirráð karla yfir konum. Mælt er svo fyrir á síðunni, að ekki þurfi að rökstyðja það sem sagt er og rökræður séu ekki leyfðar. Ég birti dæmi um margs konar ummæli um mig, sem öll voru innihaldslaus hrakyrði og engin grein var gerð fyrir ástæðum þess að ég var úthrópaður með þessum hætti. Ég birti nöfn ræðumanna í hverju einstöku tilfelli. Þeir höfðu, þegar þeir birtu níðið, gleymt þeim gamalkunnu sannindum að með tjáningu sinni lýsa menn sjálfum sér miklu fremur en öðrum.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum ...
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Skjáskot/K100

Viðbrögðin sem ég fékk við þessu tilskrifi voru mun meiri en ég hafði búist við. Þetta mátti sjá á netsíðum þar sem sagt var frá greininni eða hún birt. Sjálfur fékk ég tölvupósta, smáskilaboð og símtöl frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Það vildi sýna mér stuðning við efni greinar minnar. Það var eins og lesendur hefðu áttað sig á því að þessir heitfengu femínistar væru hreinlega andstæðingar hinnar lýðræðislegu aðferðar sem við beitum um málefni sem okkur kann að greina á um.

Hin lýðræðislega aðferð

Í þeirri aðferð felst að mæla ekki fyrir um hvaða skoðanir skuli vera mönnum heimilar, eins og gert er í alræðisríkjum. Við höfum í staðinn tekið upp aðferð tjáningarfrelsisins. Sú aðferð felst í því að ræða saman með röksemdum um ágreiningsefni okkar. Með þeim hætti getum við hugsanlega talið viðmælanda okkar hughvarf og einnig geta þeir sem á hlýða tekið afstöðu ef þeir vilja á grundvelli fram borinna röksemda. Þessi aðferð sýnir ákveðinn þroska þeirra sem beita henni og hún er bæði falleg og friðsamleg.

Ýmis önnur grundvallaratriði geta talist einkenna þjóðfélagsgerð okkar. Auk tjáningarfrelsisins verndum við meðal annars funda- og félagafrelsi, jafnrétti borgara án tillits til kynferðis þeirra, eignarrétt og réttinn til réttlátrar meðferðar mála okkar fyrir dómi, svo einhverjir þættir séu nefndir.

Meðal þess sem við ættum ekki að gera, þegar við ræðum við og um annað fólk, er að rangfæra eða snúa út úr því sem það segir eða að gera því upp hvatir sem við vitum sjaldnast mikið um.

Mér sýnist sú bylgja sem reis við frásögn mína hafa náð til þessara ofstækisfullu femínista sem halda síðunni úti. Það kom nefnilega frá þeim yfirlýsing þar sem þær tóku fram að á síðu þeirra hefðu birst ummæli sem ekki væru viðeigandi. Líklega hefur slík viðurkenning ekki fengist frá þeim fyrr. Þær hljóta að hafa fundið fyrir andúðinni sem þær hafa vakið á sjálfum sér með framkomu sinni. Þær gengu meira að segja mun lengra en þetta, því þær sögðust myndu gæta þess framvegis að umræðunum yrði haldið innan siðferðismarka.

Útúrsnúningar

Svo tóku þær upp ummæli sem ég hafði viðhaft í tengslum við mál Róberts Downey í fyrra. Þá hafði ég látið þau orð falla að fórnarlömb afbrota hans myndu gera sjálfum sér greiða ef þau gætu hreinlega fyrirgefið honum. Nú segja konurnar í yfirlýsingu sinni að ég hafi „ætlast til“ þess að þolendur fyrirgæfu manninum. Þetta er útúrsnúningur úr orðum mínum. Ég var bara að benda á þau viðurkenndu sannindi að þolendur afbrota eiga betra með að komast frá þeim og illum áhrifum þeirra ef þeim tekst að finna fyrirgefninguna. Þennan boðskap er að finna í Biblíunni og sálfræðingar veita ráð í þessa veru. Orð mín um þetta beindust ekki að því að réttlæta brot Róberts, eins og mér virðist nú vera haldið fram, þó að ég hafi þá endurtekið þetta þrásinnis. Þeim var ætlað að styðja þolendur afbrota hans í að finna framhald sem ekki þyrfti að einkennast af hatri til hans sem einungis ylli þolandanum vanlíðan en ekki brotamanninum.

Ég geri engar athugasemdir við að fólk andmæli þessari skoðun minni og telji viðvarandi hatur betra en fyrirgefninguna. Þetta gefur hins vegar ekkert tilefni til að veitast að mér með sóðalegum orðaflaumi, þar sem auk annars er gefið í skyn að ég styðji kynferðisbrot!! Í orðræðunni um mig hefur auk annars verið sagt að ég sé „þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna“. Ég held að ég hafi á starfsferli mínum sem lögmaður varið aðeins einn mann, sem var sakaður um kynferðisbrot, og hann var sýknaður.

Mitt eigið ráð

Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi.

Þessar miklu baráttukonur hafa ekki viljað eiga við mig orðastað nema á opinberum vettvangi. Ég vil því taka hér fram að ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hringdu til mín um helgina kallaði þig, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, nettröll og femínistatussu. Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar. Ég er með skrifstofu að Síðumúla 27, efri hæð. Hringdu samt á undan þér svo við getum fest viðtalstíma.

Svo endurtek ég boð mitt um að koma á fund ykkar svæðiskvenna til að ræða málið. Ég trúi því ekki að þið óttist að skiptast á orðum við gæðablóð eins og mig, nú þegar þið hafið fallist á sjónarmið mín um að halda umræðum innan siðgæðismarka. Ég geri bara þá kröfu til fundarins að einn tali í einu og ég fái svipaðan tíma og þið. Þið megið tilnefna fundarstjóra.

mbl.is

Innlent »

Hús íslenskra hjóna brann í Danmörku

Í gær, 22:32 Íslenskum hjónum, sem búsett eru í bænum Skive í Danmörku, bárust daprar fréttir í gær þegar tilkynning barst um að hús þeirra væri alelda. Þau höfðu farið í afmæli, en stuttu eftir að þangað var komið var hringt og þeim sagt að hús þeirra væri alelda. Meira »

„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Í gær, 21:10 Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

Í gær, 20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

Í gær, 20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Í gær, 19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

Í gær, 19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

Í gær, 18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

Í gær, 18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

Í gær, 16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

Í gær, 16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

Í gær, 16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »

Uppsögnin „óverðskulduð og meiðandi“

Í gær, 16:21 Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir það mikinn létti að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggi nú fyrir og staðfesti að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar, var réttmæt. Meira »

Draga úr vægi greininga í skólastarfi

Í gær, 16:10 Einfalda á stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á með það að markmiði að veita börnum þjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er meðal aðgerða sem farið verður í á árunum 2019 til 2021 samkvæmt nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Meira »

Rannsókn á neðri hæð lokið

Í gær, 16:03 Rannsókn lögreglu á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns­son stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

Í gær, 15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

Í gær, 15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

Í gær, 15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

Í gær, 14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

Í gær, 14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...