Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður. Ljósmynd/Aðsend

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Hann var gestur Páls Magnússonar í Þingvöllum í morgun.

Í grein sem Jón Steinar sendi frá sér í morgun segist hann hljóta að vilja fyrirgefa konunum þar sem hann hafi mælt með þeirri aðferð þegar mál Róberts Downey var til umræðu en stjórnendur Facebook-hópsins, Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, Hild­ur Lilliendahl og Sæ­unn­ Ingi­björg Marinós­dóttir, sögðu í yfirlýsingu sem þær sendu fjölmiðlum í gær að Jón Steinar ætti að prófa sitt eigið meðal, fyrirgefninguna, í stað þess að setja sig í samband við konurnar sem létu ummælin um hann falla í Facebook-hópnum.

Jón Steinar segist hafa fengið mun meiri viðbrögð við grein sinni en hann átti von á. „Þetta mátti sjá á netsíðum þar sem sagt var frá greininni eða hún birt. Sjálfur fékk ég tölvupósta, smáskilaboð og símtöl frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Það vildi sýna mér stuðning við efni greinar minnar. Það var eins og lesendur hefðu áttað sig á því að þessir heitfengu femínistar væru hreinlega andstæðingar hinnar lýðræðislegu aðferðar sem við beitum um málefni sem okkur kann að greina á um,“ segir Jón Steinar í grein sinni í morgun.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er einn stjórnenda Facebook-hópsins.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er einn stjórnenda Facebook-hópsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir hann að í einu símtalinu hefði kona kallað Hildi „nettröll og femínistatussu“ og vildi að hún yrði rekin hjá Reykjavíkurborg áður en Jón Steinar stoppaði hana af.

„Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar. Ég er með skrifstofu að Síðumúla 27, efri hæð. Hringdu samt á undan þér svo við getum fest viðtalstíma,“ skrifar Jón Steinar.

Grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar í heild sinni:

Fyrirgefningin

Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á „lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. Fyrirsvarsmenn þessarar síðu eru svonefndir femínistar og beinast allar árásir síðunnar að kynbræðrum mínum, svokölluðum karlmönnum. Eru þeir sakaðir um að halda vísvitandi uppi því sem þetta fólk kallar „feðraveldi“ og mun eiga að tákna einhvers konar yfirráð karla yfir konum. Mælt er svo fyrir á síðunni, að ekki þurfi að rökstyðja það sem sagt er og rökræður séu ekki leyfðar. Ég birti dæmi um margs konar ummæli um mig, sem öll voru innihaldslaus hrakyrði og engin grein var gerð fyrir ástæðum þess að ég var úthrópaður með þessum hætti. Ég birti nöfn ræðumanna í hverju einstöku tilfelli. Þeir höfðu, þegar þeir birtu níðið, gleymt þeim gamalkunnu sannindum að með tjáningu sinni lýsa menn sjálfum sér miklu fremur en öðrum.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum ...
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Skjáskot/K100

Viðbrögðin sem ég fékk við þessu tilskrifi voru mun meiri en ég hafði búist við. Þetta mátti sjá á netsíðum þar sem sagt var frá greininni eða hún birt. Sjálfur fékk ég tölvupósta, smáskilaboð og símtöl frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Það vildi sýna mér stuðning við efni greinar minnar. Það var eins og lesendur hefðu áttað sig á því að þessir heitfengu femínistar væru hreinlega andstæðingar hinnar lýðræðislegu aðferðar sem við beitum um málefni sem okkur kann að greina á um.

Hin lýðræðislega aðferð

Í þeirri aðferð felst að mæla ekki fyrir um hvaða skoðanir skuli vera mönnum heimilar, eins og gert er í alræðisríkjum. Við höfum í staðinn tekið upp aðferð tjáningarfrelsisins. Sú aðferð felst í því að ræða saman með röksemdum um ágreiningsefni okkar. Með þeim hætti getum við hugsanlega talið viðmælanda okkar hughvarf og einnig geta þeir sem á hlýða tekið afstöðu ef þeir vilja á grundvelli fram borinna röksemda. Þessi aðferð sýnir ákveðinn þroska þeirra sem beita henni og hún er bæði falleg og friðsamleg.

Ýmis önnur grundvallaratriði geta talist einkenna þjóðfélagsgerð okkar. Auk tjáningarfrelsisins verndum við meðal annars funda- og félagafrelsi, jafnrétti borgara án tillits til kynferðis þeirra, eignarrétt og réttinn til réttlátrar meðferðar mála okkar fyrir dómi, svo einhverjir þættir séu nefndir.

Meðal þess sem við ættum ekki að gera, þegar við ræðum við og um annað fólk, er að rangfæra eða snúa út úr því sem það segir eða að gera því upp hvatir sem við vitum sjaldnast mikið um.

Mér sýnist sú bylgja sem reis við frásögn mína hafa náð til þessara ofstækisfullu femínista sem halda síðunni úti. Það kom nefnilega frá þeim yfirlýsing þar sem þær tóku fram að á síðu þeirra hefðu birst ummæli sem ekki væru viðeigandi. Líklega hefur slík viðurkenning ekki fengist frá þeim fyrr. Þær hljóta að hafa fundið fyrir andúðinni sem þær hafa vakið á sjálfum sér með framkomu sinni. Þær gengu meira að segja mun lengra en þetta, því þær sögðust myndu gæta þess framvegis að umræðunum yrði haldið innan siðferðismarka.

Útúrsnúningar

Svo tóku þær upp ummæli sem ég hafði viðhaft í tengslum við mál Róberts Downey í fyrra. Þá hafði ég látið þau orð falla að fórnarlömb afbrota hans myndu gera sjálfum sér greiða ef þau gætu hreinlega fyrirgefið honum. Nú segja konurnar í yfirlýsingu sinni að ég hafi „ætlast til“ þess að þolendur fyrirgæfu manninum. Þetta er útúrsnúningur úr orðum mínum. Ég var bara að benda á þau viðurkenndu sannindi að þolendur afbrota eiga betra með að komast frá þeim og illum áhrifum þeirra ef þeim tekst að finna fyrirgefninguna. Þennan boðskap er að finna í Biblíunni og sálfræðingar veita ráð í þessa veru. Orð mín um þetta beindust ekki að því að réttlæta brot Róberts, eins og mér virðist nú vera haldið fram, þó að ég hafi þá endurtekið þetta þrásinnis. Þeim var ætlað að styðja þolendur afbrota hans í að finna framhald sem ekki þyrfti að einkennast af hatri til hans sem einungis ylli þolandanum vanlíðan en ekki brotamanninum.

Ég geri engar athugasemdir við að fólk andmæli þessari skoðun minni og telji viðvarandi hatur betra en fyrirgefninguna. Þetta gefur hins vegar ekkert tilefni til að veitast að mér með sóðalegum orðaflaumi, þar sem auk annars er gefið í skyn að ég styðji kynferðisbrot!! Í orðræðunni um mig hefur auk annars verið sagt að ég sé „þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna“. Ég held að ég hafi á starfsferli mínum sem lögmaður varið aðeins einn mann, sem var sakaður um kynferðisbrot, og hann var sýknaður.

Mitt eigið ráð

Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi.

Þessar miklu baráttukonur hafa ekki viljað eiga við mig orðastað nema á opinberum vettvangi. Ég vil því taka hér fram að ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hringdu til mín um helgina kallaði þig, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, nettröll og femínistatussu. Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar. Ég er með skrifstofu að Síðumúla 27, efri hæð. Hringdu samt á undan þér svo við getum fest viðtalstíma.

Svo endurtek ég boð mitt um að koma á fund ykkar svæðiskvenna til að ræða málið. Ég trúi því ekki að þið óttist að skiptast á orðum við gæðablóð eins og mig, nú þegar þið hafið fallist á sjónarmið mín um að halda umræðum innan siðgæðismarka. Ég geri bara þá kröfu til fundarins að einn tali í einu og ég fái svipaðan tíma og þið. Þið megið tilnefna fundarstjóra.

mbl.is

Innlent »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »

Samið um lengri hálendisvakt í sumar

14:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Meira »

„Það er alltaf sama ákallið“

14:15 „Það er alltaf sama ákallið. Það þyrfti að koma aftur á láglendisgæslu björgunarsveitanna á þessum fjölförnu stöðum á Suðurlandi, fá lögreglubíl staðsettan í Öræfin og hafa staðbundinn hjúkrunarfræðing innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Höfn. Meira »

Klaustursmálið í höndum siðanefndar

13:45 Forsætisnefnd Alþingis á eftir að funda vegna úrskurðar Persónuverndar sem var kveðinn upp í Klaustursmálinu. Nefndin vísaði málinu til siðanefndar til efnislegrar umfjöllunar og er það í höndum hennar eins og staðan er núna. Meira »
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...