Gögn og gróður jarðar

Jurtanytjar voru mikilvæg undirstaða í fæðuöflun Íslendinga um aldir og …
Jurtanytjar voru mikilvæg undirstaða í fæðuöflun Íslendinga um aldir og sérstaklega voru kolefnisrík fjallagrösin mikilvæg. Þegar innflutningur til dæmis á kornmeti jókst breyttust nytjarnar, segir Guðrún hér í viðtalinu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sem landvörður í Mývatnssveit tókst mér í grasaferðunum að ná athygli fólks þegar ég sagði frá nytjum og þjóðtrú á gróðri jarðar. Með því að gæða frásagnirnar lífi fór fólk að líta fram fyrir tærnar á sér og skoða grösin og þar með var tilgangnum líka náð,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur.

Hún er kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og rekur jafnframt jurtalitunina Hespuhúsið þar í sveit. Og nú er komin út bókin Grasnytjar á Íslandi – þjóðtrú og saga, þar sem Guðrún er höfundur texta en ljósmyndirnar eru eftir Jóhann Óla Hilmarsson.

Í bókinni er á 130 blaðsíðum fjallað um villtar jurtir á Íslandi og hvernig þær hafa verið nýttar í tímans rás, það er til matar, bygginga, litunar og annars. Á bak við þetta er bæði þjóðtrú og margþætt efnafræði, sem ýmsar sögur fléttast við.

Sjá samtal við Guðrúnu Bjarnadóttur um bók hennar og jurtanytjar í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert