Íslendingar hlynntir plastpokabanni

Meirihluti Íslendinga er hlynntur banni á einnota plastpokum.
Meirihluti Íslendinga er hlynntur banni á einnota plastpokum. Ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Meirihluti Íslendinga er hlynntur banni á einnota plastpokum, en tæpt 41% svarenda kvaðst mjög hlynnt og tæpt 21% kvaðst frekar hlynnt banni í könnun MMR sem framkvæmd var í ágúst.

21% svarenda var andvígt banni á einnota plastpokum og 9% voru mjög andvíg.

Svarendur í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, voru líklegastir til að vera fylgjandi banni á einnota plastpokum, en andstaðan jókst með hækkandi aldri. Þá voru konur líklegri til að vera banninu hlynntar en karlmenn, eða 69% á móti 54%.

Háskólamenntaðir svarendur voru líklegastir til vera fylgjandi banni, en með lægra menntunarstigi minnkaði fylgið. Stuðningsfólk Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna var líklegast til að vera fylgjandi banni, 71%, 69% og 65%, en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins líklegast til að vera andvígt banni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert