Mega heita Milli og Binna

Íslendingar mega nú heita Binna og Milli.
Íslendingar mega nú heita Binna og Milli. mbl.is/Eggert

Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlkynseiginnafnið Milli og kvenkynseiginnöfnin Abel og Binna og hafa þau verið færð í mannanafnaskrá. Karlmannseiginnafninu Hall og kvenmannseiginnafninu Leah var hins vegar hafnað.

Nafnið Leah þykir brjóta í bága við íslenskt málkerfi og þykir stríða gegn íslensku málkerfi að nota þolfallsmynd í nefnifalli, líkt og í nafninu Hall, sem mannanafnanefnd hafnaði.

Dór aðeins karmannsnafn en ekki millinafn

Beiðni um millinafnið Dór var hafnað þar sem það hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla. Millinafnið Steinhólm var samþykkt af nefndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert