Opnun Vaðlaheiðarganga seinkar enn

Unnið er að malbikun og lokafrágangi ganganna. Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri …
Unnið er að malbikun og lokafrágangi ganganna. Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri vonast eftir að geta hleypt umferð á í desember.

Vinnu við malbikun Vaðlaheiðarganga hefur seinkað. Er nú útlit fyrir að ekki náist að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum við göngin fyrir 1. desember, en stefnt var að opnun þeirra þá. Verktakinn vinnur að nýrri verkáætlun.

Vaðlaheiðargöng áttu að vera tilbúin föstudaginn 30. nóvember og opnuð fyrir almenna umferð 1. desember, samkvæmt samkomulagi sem Vaðlaheiðargöng hf. og verktakinn, Ósafl sf., staðfestu í byrjun september. Ljóst er að þessi tímaáætlun stenst ekki, samkvæmt upplýsingum Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.

Ástæðan er seinkun á vinnu við malbikun. Þótt vel hafi gengið undanfarna daga og sú vinna sé langt komin er eftir að malbika efra burðarlag út úr göngunum og að hringtorgi í Eyjafirði. Einnig er eftir að leggja vegklæðningu á veginn frá göngunum eftir nýja veginum að Fnjóskárbrú, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert